Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des

Fótbolti
Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des
Spennandi skóli framundan!

KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn verður í Boganum, er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn.

Leikmenn meistaraflokks aðstoða krakkana og leiðbeina en áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Von okkar er að samhliða því að krakkarnir upplifi öðruvísi æfingar sem munu aðstoða þau á vellinum þá muni þau tengjast leikmönnum KA betur og hafa gaman síðustu vikuna fyrir jól.

Krökkunum verður skipt upp í tvo hópa. Yngri hópurinn er skipaður þeim sem fædd eru 2010-2013 og eldri hópurinn er 2006-2009.

Þriðjudaginn 17. desember mun yngri hópurinn æfa klukkan 14:00-15:00 og eldri hópurinn tekur svo við með æfingu frá kl. 15:00-16:00.

Á miðvikudeginum verður svo áhugaverður fyrirlestur um sterkari liðsheild og hópmarkþjálfun með Unnsteini Tryggva markþjálfa. Eldri hópurinn verður klukkan 17:00 og sá yngri klukkan 18:00.

Á fimmtudeginum æfir yngri hópurinn klukkan 14:00-15:30 og eldri hópurinn tekur við kl. 15:30 til 17:00.

Atvinnumennirnir okkar þau Bjarni Mark Antonsson, Daníel Hafsteinsson og Anna Rakel Pétursdóttir munu líta við á æfingunum og miðla af reynslu sinni.

Verð fyrir skólann er 6.500 krónur á einstakling eða 5.000 krónur fyrir hvert systkini.

Skráning fer fram í gegnum netfangið agust@ka.is og er mikilvægt að taka þar fram fullt nafn iðkanda sem og fæðingarár. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa hraðar hendur enda stutt í að skólinn hefjist.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband