Metnađarfullar breytingar hjá fótboltanum

Fótbolti

Knattspyrnudeild KA hefur gert metnađarfullar breytingar á starfi sínu sem feljast í ţví ađ fjölga stöđugildum á skrifstofu félagsins ţar sem markmiđiđ er ađ auka enn á faglegheit í kringum okkar öfluga starfs og bjóđa upp á enn betri ţjónustu fyrir iđkendur okkar.

Undanfarin ár hefur mikil aukning orđiđ á fjölda iđkenda í fótboltanum hjá okkur í KA auk ţess sem afreksstarfiđ hefur bćđi skilađ félaginu titlum sem og uppöldnum leikmönnum í atvinnumennsku. Viđ viljum ţó gera enn betur og kynnum viđ ţá Ađalbjörn Hannesson, Garđar Stefán Nikulás Sigurgeirsson og Andra Frey Björgvinsson til leiks í ţeirra nýju hlutverkum en allir eru ţeir miklir félagsmenn og hafa unniđ í kringum félagiđ undanfarin ár.

Yfirmađur knattspyrnumála - Ađalbjörn Hannesson (Alli)

Alli tekur viđ nýrri stöđu sem yfirmađur knattspyrnumála. Hann verđur yfirţjálfari 2.-4. flokks ásamt ţví ađ koma ađ afreksmálum og meistaraflokk karla. Alli er íţróttafrćđingur og međ meistaragráđu í verkefnastjórnun. Hann er einnig međ UEFA A og UEFA Elite Youth A ţjálfaragráđur. Alli hefur ţjálfađ í 17 ár, ţar af 14 ár hjá KA og 3 ár hjá Breiđablik. Alli hefur einnig veriđ Afreksţjálfari fyrir KSÍ á Norđurlandi síđustu ár. Hans helstu verkefni eru ađ bera faglega ábyrgđ á starfi 4. fl og eldri og leikmannaţróun afreksiđkenda. Einnig mun hann vinna náiđ međ bćđi knattspyrnustjórn og yngriflokkaráđi.

Yfirţjálfari 5.-8. flokks – Andri Freyr Björgvinsson

Andri Freyr er nýr yfirţjálfari 5.-8. flokks. Andri er búinn međ grunnnám í kennslufrćđum og er í meistaranámi í kennslufrćđum. Andri klárar UEFA B ţjálfaragráđuna nćsta vetur. Andri Freyr hefur ţjálfađ í 10 ár hjá KA. Ţar hefur hann sérhćft sig í ţjálfun 5.-8. flokks. Hans helstu verkefni eru ađ bera faglega ábyrgđ á starfi 5. fl og yngri, umsjón međ ađstođarţjálfurum og ađ allt rúlli vel í ţessum flokkum.

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar - Garđar Stefán Nikulás Sigurgeirsson

Garđar Stefán tekur viđ nýrri stöđu sem verkefnastjóri knattspyrnudeildar. Garđar er fjölmiđlafrćđingur og međ UEFA B ţjálfaragráđu. Garđar er ađ koma aftur til okkar eftir 2 ára pásu en áđur hafđi hann ţjálfađ í tćp 4 ár hjá KA. Hans helstu verkefni verđa Stefnumótin, ađrar fjáraflanir knattspyrnudeildar, leikir meistaraflokks og ţjálfun í yngri flokkum.

Alli og Andri Freyr hafa nú ţegar tekiđ viđ ţessum störfum en Garđar Stefán byrjar 1. júní nćstkomandi. Ţeir ţrír munu mynda sterkt teymi sem vinnur náiđ međ öđrum ţjálfurum félagsins međ ţví markmiđi ađ bćta starfiđ enn frekar.

Knattspyrnustjórn og yngriflokkaráđ er mjög ánćgt međ ţessar ráđningar. Ţćr eru í takt viđ ţann metnađ sem ríkir hjá félaginu ađ vera í fremstu röđ bćđi í barna- og unglingastarfi og í meistaraflokk.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband