Midtjylland knattspyrnuskólinn á KA-svćđinu

Fótbolti
Midtjylland knattspyrnuskólinn á KA-svćđinu
Ekki missa af ţessu frábćra tćkifćri!

FC Midtjylland knattspyrnuskólinn verđur 14.-17. júlí á KA-svćđinu

KA og danska stórliđiđ FC Midtjylland hafa undirritađ samning ţess efnis ađ haldinn verđi knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur í 3.-6. flokki alls stađar ađ af landinu. Ađalţjálfarar úr akademíu FC Midtjylland munu ţjálfa í skólanum og ţeim til halds og trausts verđa fćrir íslenskir ţjálfarar.

Skólinn verđur frá 10:00-14:30 alla fjóra dagana og inniheldur hann samtals átta fótboltaćfingar í ţeim stíl sem dönsku ţjálfararnir ţjálfa í sínu heimalandi. Skólinn kostar 24.900 kr. en fyrir utan ćfingarnar fá iđkendurnir heitan mat í hádeginu, létt millimál og flottan ćfingabol merktum FCM. Einnig verđa tveir flottir fyrirlestrar á vegum KA sem verđa sérsniđnir ađ aldri iđkenda. Fyrirlestrarnir verđa haldnir í litla fundarsalnum nyrst í KA heimilinu.

Allir iđkendur ćfa tvisvar á dag, 75 mínútur í senn á gervigrasinu og grassvćđinu fyrir utan KA-Heimiliđ. Hádegismatur fer svo fram klukkan 12:00 í matsal Lundarskóla.

Í knattspyrnuskólanum verđur lögđ áhersla á tćkni, sendingar og skot. Iđkendurnir fá mjög góđar og fjölbreyttar ćfingar undir góđri leiđsögn hćfra ţjálfara.

FCM urđu danskir meistarar á síđasta tímabili og kepptu ţví í Meistaradeild Evrópu á ţessari leiktíđ ţar sem ţeir léku međal annars viđ Liverpool. Félagiđ er ţekkt fyrir ađ vera međ eitt öflugasta yngriflokkastarf í Skandinavíu og eru margfaldir danskir meistarar í yngri flokkum.

Ţessi knattpyrnuskóli er tilkominn vegna samstarfs KA og FCM sem komst á laggirnar áriđ 2019. Sama ár sendu KA átta efnilega stráka til ćfinga hjá félaginu í Danmörku og heppnađist sú ferđ einstaklega vel. Bćđi félögin eru ánćgđ međ samstarfiđ og er stefnan ađ KA fái ađ senda leikmenn reglulega til reynslu til Danmerkur ásamt ţví ađ FCM haldi hér knattspyrnuskóla nćstu árin. Hver veit nema ađ ţeir sjái hér duglega og efnilega iđkendur sem eiga sér framtíđ í ţessu firnasterka danska liđi.

Skráning í knattspyrnuskólann er ţegar hafin og er opin fram til 1. júlí. Hún fer fram á www.sportabler.com/shop/KA/.

Frekari upplýsingar veitir Ađalbjörn Hannesson yfirţjálfari yngri flokka KA og sendast fyrirspurnir á netfangiđ alli@ka.is.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband