Miguel Mateo íţróttamađur KA 2019

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak
Miguel Mateo íţróttamađur KA 2019
Mateo átti frábćrt ár og er íţróttamađur KA 2019

92 ára afmćli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnađ í KA-Heimilinu í dag viđ skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formađur KA fór yfir viđburđarríkt ár og munum viđ birta rćđu hans á morgun hér á síđunni. Landsliđsmenn KA voru heiđrađir auk ţess sem Böggubikarinn var afhentur og íţróttamađur KA var útnefndur.

Deildir innan KA útnefndu bćđi karl og konu úr sínum röđum sem íţróttamann KA en ţađ voru ţau Alexander Heiđarsson (júdó), Áki Egilsnes (handbolti), Berenika Bernat (júdó), Elfar Árni Ađalsteinsson (fótbolti), Hulda Bryndís Tryggvadóttir (handbolti), Hulda Elma Eysteinsdóttir (blak), Karen María Sigurgeirsdóttir (fótbolti) og Miguel Mateo Castrillo (blak).


Efstu ţrjú sćtin í kjöri íţróttamanns KA ásamt formanni og fyrrum formönnum félagsins

Miguel Mateo Castrillo var valinn íţróttamađur KA en hann fór fyrir karlaliđi KA í blaki sem vann alla titla sem í bođi voru á árinu en KA er Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk ţess ađ vera meistari meistaranna. Auk ţess ţjálfar Mateo kvennaliđ KA sem er einnig handhafi allra titlanna í blaki kvenna. Mateo var einnig stigahćsti mađur deildarinnar og var auk ţess í úrvalsliđi deildarinnar á síđasta tímabili og er einnig Íslandsmeistari í strandblaki.

Í öđru sćti var Hulda Elma Eysteinsdóttir en hún var fyrirliđi KA sem vann í fyrsta skipti í sögunni alla mögulega titla síđasta tímabils, er liđiđ varđ deildar-, bikar- og Íslandsmeistari. Elma fór í vor ásamt A-landsliđi Íslands á smáţjóđleikana sem haldnir voru í Svartfjallalandi og stóđ sig međ stakri prýđi. Einnig varđ hún Íslandsmeistari í strandblaki í sumar en hún lagđi svo skóna á hilluna ađ loknu síđasta tímabili.

Jöfn í 3. sćti voru ţau Berenika Bernat og Elfar Árni Ađalsteinsson. Berenika er ellefufaldur Íslandsmeistari í júdó og núverandi Íslandsmeistari í U-21 árs flokki og Elfar Árni fór fyrir markaskorun knattspyrnuliđs KA er hann gerđi 13 mörk í 21 leik í Pepsi Max deildinni og var ađeins einu marki frá markahćsta manni deildarinnar.

Ţá voru 8 ungir iđkendur tilnefndir til Böggubikarsins sem eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum ţeirra til minningar um Sigurbjörgu Níelsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fćdd ţann 16. júlí 1958 og lést ţann 25. september 2011.

Böggubikarinn skal veittur ţeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og ţykja efnileg í sinni grein en ekki síđur mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á ćfingum og í keppnum og eru bćđi jákvćđ og hvetjandi.

Ţau sem tilnefnd voru í ár eru ţau Arnór Ísak Haddson (handbolti), Birgir Baldvinsson (fótbolti), Gísli Marteinn Baldvinsson (blak), Gylfi Rúnar Edduson (júdó), Hekla Dís Pálsdóttir (júdó), Jóna Margrét Arnarsdóttir (blak), Karen María Sigurgeirsdóttir (fótbolti) og Rakel Sara Elvarsdóttir (handbolti).


Arnór Ísak, Jóna Margrét og Rakel Sara hlutu Böggubikarinn

Arnór Ísak Haddsson var valinn hjá strákunum en ţrátt fyrir ungan aldur er Arnór kominn inn í ćfingahópinn hjá meistaraflokki karla og hefur tekiđ ţátt í undanförnum leikjum. Ţá hefur Arnór spilađ geysilega vel fyrir ungmennaliđ KA í Grill-66 deildinni og er auk ţess fastamađur í U-17 ára landsliđinu sem endađi í 4. sćti á EM sem haldiđ var í Aserbaídsjan.

Hjá stelpunum voru ţćr Jóna Margrét Arnarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir jafnar í efsta sćti og hljóta ţví báđar Böggubikarinn. Jóna sem er 16 ára gömul hefur ćft međ meistaraflokksliđi KA í blaki frá árinu 2016 og vann alla ţá titla sem í bođi voru međ liđinu á árinu. Ţá lék hún nýveriđ sína fyrstu A-landsliđsleiki auk ţess ađ vera lykilmađur í U-17 ára landsliđi Íslands.

Rakel Sara er ein af efnilegustu hornamönnum Íslands í dag og er hún fastamađur í meistaraflokksliđi KA/Ţórs sem berst um sćti í úrslitakeppninni í vor. Í sumar fór hún međ U-17 ára landsliđinu á Evrópumót ţar sem hún stóđ sig frábćrlega og var verđlaunuđ međ sćti í úrvalsliđi mótsins.

Ţá heiđrađi félagiđ alls 30 félagsmenn sem tóku ţátt í landsliđsverkefnum á nýliđnu ári en ţađ voru ţau Alexander Arnar Ţórisson, Alexander Heiđarsson, Anna Ţyrí Halldórsdóttir, Arnór Ísak Haddsson, Berenika Bernat, Birkir Freyr Elvarsson, Dagur Gautason, Daníel Hafsteinsson, Einar Ari Ármannsson, Filip Pawel Szewczyk, Gígja Guđnadóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson, Gylfi Edduson, Hákon Orri Hauksson, Heiđbrá Björgvinsdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Helga María Viđarsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Karl Stefánsson, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sigţór Gunnar Jónsson, Svavar Ingi Sigmundsson, Sölvi Páll Sigurpálsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson og Valdís Kapitola Ţorvarđardóttir.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband