Mikael Breki æfir með Molde FK

Fótbolti
Mikael Breki æfir með Molde FK
Mikael í æfingagalla Molde

Mikael Breki Þórðarson, leikmaður KA, æfir með Molde FK þessa dagana og er þar til reynslu. Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu.

Molde er einn sögufrægasti klúbbur Noregs og hefur unnið titilinn þar í landi fimm sinnum. Þjálfarar eins og Age Hareide og Ole Gunnar Solskjær hafa þjálfað hjá félaginu og á síðasta tímabili enduðu Molde í 5. sæti deildarinnar. Þeirra síðasti stóri titill kom árið 1989.

Eins og áður segir er Mikael Breki fæddur árið 2007 en var yngsti leikmaður KA í efstu deild þegar hann kom inná í leik KA í fyrra, þá aðeins rúmlega 15 ára. 

Mikael tók fyrstu æfinguna með Molde í gær, enn á sunnudaginn var hann áhorfandi á leik Molde og HamKam, en hjá HamKam spilar einmitt okkar maður Brynjar Ingi Bjarnason. Hann mun æfa út vikuna með Molde FK og vonandi vekja áhuga Norðmannana 

Heimasíðan óskar Mikael Breka góðs gengis á æfingunum. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband