Myndaveisla frá jafntefli KA og Vals

Fótbolti
Myndaveisla frá jafntefli KA og Vals
Flott mćtinga ađ vanda í gćr (mynd: Sćvar Geir)

KA og Valur skildu jöfn 1-1 í stórleik á Greifavellinum í gćr en liđin eru í harđri baráttu í efri hluta Bestu deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom mikiđ líf í ţeim síđari ţar sem KA liđiđ reyndi hvađ ţađ gat til ađ tryggja sér öll stigin.

Strákarnir okkar höfđu góđ tök á leiknum og voru farnir ađ ţjarma verulega ađ Valsmönnum í síđari hálfleik ţegar ţeir gleymdu sér allsvakalega. Eftir hornspyrnu á 64. mínútu blésu hreinlega allir leikmenn KA til sóknar međ ţeim afleiđingum ađ Tryggvi Hrafn Haraldsson var aleinn viđ miđjuna er Valsmenn komu boltanum frá. Tryggvi gat lítiđ annađ gert en refsa međ marki.

Afskaplega klaufalegt mark ađ gefa frá sér en enn og aftur sýndu strákarnir okkar karakter og ţeir héldu áfram ađ leita ađ marki. Verkefniđ varđ ađeins auđveldara á 68. mínútu er Guđmundur Andri Tryggvason í liđi Vals hlaut beint rautt spjald fyrir ađ slćma hendi í andlit Kristian Jajalo sem lék í marki KA.

Sćvar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og býđur til myndaveislu frá leiknum. Kunnum honum bestu ţakkir fyrir framtakiđ.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum

Jöfnunarmarkiđ kom loks á 85. mínútu er Nökkvi Ţeyr Ţórisson kom boltanum af harđfylgi í netiđ og enn nćgur tími til ađ sćkja sigurmark. KA liđiđ ţjarmađi ađ gestunum sem reyndu hvađ ţeir gátu ađ halda út. Nökkvi féll í teignum á 90. mínútu og vel hćgt ađ fćra rök fyrir ţví ađ ţađ hafi átt ađ vera vítaspyrna, svo var hinsvegar ekki raunin og lokatölur ţví 1-1 jafntefli.

Ađ mörgu leiti svekkjandi niđurstađa enda var KA liđiđ ađ leika mjög góđan og agađan leik. Strákarnir gleymdu sér í eitt augnablik og Valsmenn refsuđu grimmilega fyrir ţađ.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband