Myndir frá 2-2 jafntefli Ţórs/KA og Fylkis

Fótbolti
Myndir frá 2-2 jafntefli Ţórs/KA og Fylkis
Eitt stig í hús í gćr (mynd: Sćvar Geir)

Ţór/KA tók á móti Fylki í Pepsi Max deildinni í gćr en búist var viđ hörkuleik og ţađ varđ heldur betur raunin. Okkar liđ hafđi fyrir leikinn tapađ ţremur leikjum í röđ í deildinni eftir flotta byrjun en gestirnir úr Árbćnum voru í 3. sćtinu og voru ósigrađar.

Ţađ var greinilegt frá fyrstu mínútu ađ okkar liđ var klárt í slaginn og ćtlađi sér aftur á sigurbrautina. Stelpurnar höfđu töluverđa yfirburđi í fyrri hálfleiknum og lokuđu vel á gestina. En á sama tíma gekk erfiđlega ađ skapa opin fćri og fólst ţví helsta hćttan í okkar leik í langskotum sem Cecilía Rán í marki Fylkis réđi vel viđ.

Stađan var ţví markalaus í hléinu og ţurftum viđ ađ bíđa ţangađ til á 68. mínútu til ađ sjá fyrsta markiđ. Ţađ gerđi Margrét Björg Ástvaldsdóttir fyrir Fylki eftir ađ hún lék vel á Gabrielu í vörninni.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum í gćr

Forysta gestanna lifđi ţó ekki lengi ţví rétt rúmri mínútu síđar jafnađi Margrét Árnadóttir metin ţegar hún renndi boltanum í netiđ eftir ađ Madeline Gotta hafđi falliđ í baráttu viđ Cecilíu í markinu. Ekki ólíklegt ađ viđ hefđum fengiđ vítaspyrnu ef Margrét hefđi ekki klárađ í kjölfariđ.

Ţarna var leikurinn búinn ađ galopnast og skömmu síđar fengu gestirnir vítaspyrnu eftir ađ Bryndís Arna féll í teignum en ekki var gott ađ sjá hve mikiđ brot var ţar á ferđinni. Úr spyrnunni skorađi Bryndís sjálf og gestirnir ţví aftur komnir yfir.

En rétt eins og áđur voru okkar stelpur ekki lengi ađ svara fyrir sig og Ţórdís Elva í liđi Fylkis varđ fyrir ţví óláni ađ setja boltann í eigiđ mark eftir frábćran undirbúning hjá Madeline. Enn voru rúmar 10 mínútur eftir af leiknum og stelpurnar gerđu allt hvađ ţćr gátu til ađ tryggja öll stigin ţrjú en ţađ gekk ekki og lokatölur ţví 2-2.

Svekkjandi niđurstađa ţar sem ađ okkar liđ var betri ađilinn í leiknum en á sama tíma á liđiđ mikiđ hrós skiliđ fyrir ađ koma tvívegis til baka eftir ađ hafa lent undir. Fylkisliđiđ er ekki ţekkt fyrir ađ láta forystuna af hendi og ef ekki hefđi veriđ fyrir góđan leik Cecilíu í marki ţeirra hefđu stigin klárlega endađ öll okkar megin.

Nćsti leikur er einnig heimaleikur en KR kemur norđur á ţriđjudaginn og verđur gaman ađ sjá hvort stelpurnar nái ekki ađ klára ţađ verkefni međ ţremur stigum. Liđiđ okkar sýndi ţađ í fyrstu leikjum sumarsins ađ ţađ býr hellingur í liđinu og ađeins vantađi herslumuninn á ađ klára ţennan leik međ sigri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband