Nýtt stiga- og markamet KA í efstu deild

Fótbolti
Nýtt stiga- og markamet KA í efstu deild
Sögulegur árangur í sumar (mynd: Egill Bjarni)

KA vann glćsilegan 0-1 útisigur á Val í lokaumferđ Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina ađ Hlíđarenda í gćr. Ţessi frábćri árangur liđsins í sumar er um margt sögufrćgur en fjölmörg félagsmet féllu í sumar.

Međ sigrinum settu strákarnir nýtt stigamet hjá KA í efstu deild en ađ loknum 22. umferđum í sumar er KA í 2.-3. sćti međ 43 stig. Eldra stigamet félagsins var 40 stig sem náđist á síđustu leiktíđ

Ţá tókst loksins ađ bćta međalstigametiđ frá Íslandsmeistarasumrinu 1989 ţegar KA vann Hörpudeildina međ 34 stigum eftir 18. umferđir. Ţađ gera 1,89 stig ađ međaltali í leik en međ framgöngu sinni í sumar afrekuđu strákarnir ađ ná ađ međaltali 1,95 stigum úr hverjum leik.

Sóknarleikurinn hefur veriđ frábćr í sumar og gerđu strákarnir 45 mörk í deildarleikjum sumarsins sem er nýtt félagsmet en fyrra met voru 37 mörk sumariđ 2017. Ađ međaltali skoruđu strákarnir ţví 2,05 mörk í leik sem er einnig nýtt met en metiđ frá 2017 voru 1,68 mörk ađ međaltali í leik.

Markatala KA liđsins í sumar er 19 mörk í plús sem er enn eitt metiđ sem strákarnir settu í sumar en eldra metiđ var 16 mörk í plús sumariđ 2021. Međalmarkatala sumarsins er 0,86 í plús á leik sem er bćting frá 0,78 mörk í plús á leik frá Íslandsmeistarasumrinu 1989 ţegar KA gerđi 29 mörk og fékk á sig 15 mörk.

Ţá unnust 13 leikir af ţeim 22 leikjum sem KA spilađi í deildinni í sumar sem er nýtt met og unnust ţví 59% af leikjum sumarsins. Gamla metiđ voru 12 sigurleikir sumariđ 2021 sem gera 54,5% af leikjum ţess árs.

Eitt af fáum metum sem féllu ekki í sumar hvađ varđar liđsárangur eru mörk fengin á sig. Íslandsmeistarasumariđ 1989 fékk KA ađeins 15 mörk á sig í 18 leikjum sem gera ađeins 0,83 mörk í leik. Í tvö önnur skipti hefur KA fengiđ minna en mark á sig ađ međaltali í leik í efstu deild en í fyrra fékk KA á sig 20 mörk í 22 leikjum sem gera 0,91 mark í leik og sumariđ 1987 fékk liđiđ á sig 17 mörk í 18 leikjum sem gera 0,94 mörk á sig í leik.

Ţá slógu strákarnir met í sumar er ţeir unnu 0-5 útisigur á Leiknismönnum í Breiđholtinu en ţađ er stćrsti útisigur KA í efstu deild. Eldra met var fjögurra marka sigur en KA vann 0-4 sigur á Völsung sumariđ 1988 og 1-5 sigur á Víking sumariđ 1989. Stćrsti sigur KA í efstu deild er hinsvegar 6-0 heimasigur á Víđi sumariđ 1987.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband