Örfréttir KA - 12. mars 2018

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak

Tveir Bikarmeistaratitlar í blakinu, frábćr sigur í Lengjubikarnum og flott frammistađa í Coca-Cola bikarnum standa uppúr í örfréttapakka vikunnar, kynniđ ykkur máliđ!

Blak

Karlaliđ KA í blaki sem nýveriđ varđ Deildarmeistari tryggđi sér Bikarmeistaratitilinn um helgina međ 3-1 sigri á HK í úrslitaleik. Áđur hafđi KA unniđ 3-0 sigur á Hrunamönnum í undanúrslitum. Ţetta er ţriđji Bikarmeistaratitill KA á síđustu fjórum árum og sá áttundi í heildina, geri ađrir betur! Quentin Moore var stigahćsti leikmađur KA međ 24 stig og var hann jafnframt valinn mađur leiksins.

Ţetta var ţó ekki eini Bikarmeistaratitill helgarinnar ţví ađ 3. flokkur kvenna vann Huginn/Leikni 3-2 í ćsispennandi úrslitaleik og óskum viđ stelpunum ađ sjálfsögđu til hamingju međ titilinn.

Handbolti

Í handboltanum lék kvennaliđ KA/Ţórs í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins en ţar lék liđiđ gegn sterku liđi Hauka. Leikurinn var í járnum allan tímann og stóđu stelpurnar sig eins og hetjur en urđu á endanum ađ játa sig sigrađar 23-21. Martha Hermannsdóttir var markahćst međ 6 mörk og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerđi 4.

Fótbolti

Í fótboltanum var toppslagur í Lengjubikarnum ţegar KA tók á móti Breiđablik. Daníel Hafsteinsson kom KA yfir eftir um 40 sekúndna leik og Elfar Árni Ađalsteinsson tvöfaldađi forystuna skömmu síđar. Aleksandar Trninic skorađi svo međ ţrumufleyg úr aukaspyrnu og voru hálfleikstölur 3-0. Í ţeim síđari bćtti Elfar Árni svo viđ öđru marki úr vítaspyrnu og voru lokatölur 4-0.

Milan Joksimovic bakvörđur KA meiddist illa í leiknum. Hnéskel hans fćrđist til en ţađ tókst ađ koma henni aftur á sinn stađ. Frekari fregnir af stöđu hans eru vćntanlegar á nćstunni.

Kvennamegin náđu Íslandsmeistarar Ţór/KA sér í sitt fyrsta stig í Lengjubikarnum ţegar liđiđ gerđi 1-1 jafntefli viđ Breiđablik. Andrea Mist Pálsdóttir kom liđinu í 1-0 međ glćsilegu skoti en Agla María Albertsdóttir jafnađi fyrir gestina.

Nćstu leikir

Ţađ er mikiđ framundan en úrslitakeppnin í blakinu hefst í vikunni. Kvennaliđ KA mćtir Ţrótti Reykjavík á ţriđjudag og fimmtudag. Karlaliđ KA mćtir hinsvegar Aftureldingu og ţađ á fimmtudag og laugardag.

Lengjubikarinn heldur áfram en Ţór/KA mćtir ÍBV á Leiknisvelli á föstudaginn og KA mćtir Ţrótti Reykjavík í Egilshöll á laugardaginn og vantar ađ minnsta kosti stig til ađ tryggja sćti í undanúrslitum.

Ţá eru tveir stórleikir í handboltanum á laugardaginn en bćđi karlaliđ KA og kvennaliđ KA/Ţórs taka á móti HK. Ţetta er lokaleikurinn í Grill 66 deild kvenna og hreinn úrslitaleikur um sigur í deildinni


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband