Örfréttir KA - 26. feb 2018

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak

Það er af nóg að taka í örfréttapakka vikunnar en meistaraflokkar KA léku í handboltanum, fótboltanum og blakinu.

Fótbolti

KA gerði sér lítið fyrir og lagði KR að velli 3-2 í Lengjubikarnum í Egilshöll á laugardaginn. Elfar Árni Aðalsteinsson, Daníel Hafsteinsson og Frosti Brynjólfsson gerðu mörk KA. KA hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína til þessa og er á toppi riðils síns ásamt Breiðablik.

Íslandsmeistarar Þór/KA byrja Lengjubikarinn ekki jafn vel en liðið mætti Stjörnunni í Akraneshöllinni á laugardaginn. Stjarnan vann 4-1 sigur en Sandra Mayor skoraði mark okkar liðs. Það voru þó jákvæðar fréttir fyrir liðið um helgina en Arna Sif Ásgrímsdóttir skrifaði undir 2 ára samning en hún var fyrirliði Þórs/KA þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2012.

Handbolti

Í handboltanum vann KA öruggan 33-16 sigur á Hvíta Riddaranum á fimmtudaginn eftir að staðan hafði verið 16-8 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu en Áki Egilsnes var markahæstur með 9 mörk og Dagur Gautason gerði 8.

Kvennalið KA/Þórs lagði Víking að velli á föstudag 32-21 eftir að staðan hafði verið 19-13 í hálfleik. Ásdís Sigurðardóttir var markahæst með 7 mörk og þær Kara Rún Árnadóttir og Martha Hermannsdóttir gerðu 5 mörk hvor.

Blak

Í blakinu eru Deildarmeistarar KA komnir í undanúrslit Kjörísbikarsins eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í KA-Heimilinu á þriðjudaginn. KA liðið sló þar út ríkjandi Bikarmeistara en þar áður hafði KA hampað Bikarmeistaratitlinum tvö ár í röð.

Kvennamegin átti KA tvö lið í 8-liða úrslitum en féllu bæði lið úr leik. KA-Krákur léku á heimavelli gegn Þrótti Nes en leikurinn tapaðist 3-0. Aðalliðið lék gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ og tapaði einnig 3-0.

Kvennaliðið lék svo tvo leiki gegn HK í Mizunodeildinni um helgina í KA-Heimilinu og töpuðust þeir báðir 3-0.

Aðrar fréttir

Þá viljum við benda á að KA og Einn, tveir og elda hafa gert með sér samstarfsamning en með því að panta mat á einntveir.is og ákveða að sækja pöntunina KA-Heimilið styður þú við félagið. Endilega kíkið á einntveir.is og kynnið ykkur þjónustu Einn, tveir og elda.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband