Örfréttir KA - 26. mars 2018

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak

Eins og oft áđur ţá var mikiđ um ađ vera í KA starfinu í liđinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu ţér hvađ er ađ gerast hjá félaginu.

Handbolti

KA vann Ungmennaliđ Vals 26-22 í lokaumferđ Grill 66 deildarinnar. Áki Egilsnes var markahćstur međ 9 mörk og Sigţór Gunnar Jónsson gerđi 6. Framundan er umspil um laust sćti í efstu deild ađ ári og er KA liđiđ međ heimaleikjarétt í ţeirri baráttu en liđiđ leikur nćst 21. apríl. Ţróttur og HK keppa á nćstunni um hvort liđiđ mćtir KA í umspilinu.

U-20 kvennalandsliđ Íslands tryggđi sér um helgina sćti á HM í sumar međ flottum sigrum á Litháen og Makedóníu. Í liđinu eru ţćr Ásdís Guđmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leikmenn KA/Ţórs og óskum viđ ţeim ásamt öllu liđinu til hamingju međ áfangann.

Blak

Í blakinu unnu Deildar- og Bikarmeistarar KA Aftureldingu 3-1 í ţriđja leik liđanna í undanúrslitum Mizunodeildar karla á mánudaginn. Leikir liđanna hafa veriđ jafnir og flottir en KA leiđir nú einvígiđ 2-1 og ţarf ţví ađeins einn sigur í viđbót til ađ komast áfram í úrslitaeinvígiđ. Nćsti leikur liđanna verđur 4. apríl í Mosfellsbć.

Kvennaliđ KA féll hinsvegar úr leik eftir tvö töp gegn Stjörnunni. Garđbćingar unnu fyrri leikinn 3-0 en í ţeim síđari tókst KA stelpum ađ knýja fram oddahrinu eftir ađ Stjarnan hafđi komist í 2-0. Ţađ dugđi ţví miđur ekki og er KA liđiđ ţví komiđ í sumarfrí.

Fótbolti

Íslandsmeistarar Ţór/KA unnu FH 3-1 í Boganum en međ sigrinum tryggđi liđiđ sér sćti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Margrét Árnadóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir gerđu mörk okkar liđs. Í vikunni kemur í ljós hverjir mótherjar liđsins verđa í nćstu umferđ.

Ađalfundur knattspyrnudeildar KA verđur haldinn í KA-Heimilinu á ţriđjudaginn klukkan 20:00, hvetjum áhugasama til ađ mćta.

Júdó

Vormót Júdósambands Íslands var haldiđ í KA-Heimilinu á laugardaginn og var keppt í 8 mismunandi flokkum. Keppendur á vegum KA unnu sigra í fjórum flokkum og voru ţađ ţau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiđarsson, Dofri Bragason og Helgi Guđnason. Júdó kom aftur inn í KA nú í vetur og var mikil ánćgja međ mótiđ um helgina

Nćstu leikir

Nćsta vika er óvenju róleg enda páskar framundan. Ţađ er ţó stórleikur í fótboltanum ţegar KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins á KA-vellinum á Skírdag klukkan 14:00. Strákarnir unnu alla leikina í riđlakeppninni og ćtla sér í úrslitaleikinn. Hvetjum ađ sjálfsögđu alla til ađ mćta og styđja liđiđ til sigurs


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband