Örfréttir KA vikuna 7.-14. nóvember 2016

Almennt

Hér eru örfréttir KA vikuna 7.-14. nóvember. Örfréttir KA er stuttur fréttapakki sem KA setur saman á hverjum mánudegi til ţess ađ leyfa fólki ađ fylgjast međ hvađ er í gangi í húsinu og hjá félaginu í heild. Til ţess ađ gerast áskrifandi af örfréttunum er hćgt ađ senda póst á siguroli@ka.is

Almennt:

-          Nóg er um ađ vera, eins og svo oft áđur, í KA-heimilinu um helgina. Stjörnur framtíđarinnar í handbolta koma og leika listir sínar á handboltamóti sem KA og Ţór halda í sameiningu. Leikir hefjst snemma á laugardagsmorgni bćđi í KA-heimilinu og Íţróttahöllinni. Mótiđ stendur til 16:30 á laugardag og hefst aftur snemma á sunnudagsmorgun og stendur til ađ verđa 14. Ţađ er um ađ gera ađ gera sér dagamun og kíkja á stemminguna í KA-heimilinu á ţessu skemmtilega móti og horfa á framtíđar landsliđsfólkiđ okkar etja ađ kappi víđsvegar ađ af landinu.

 

Fótbolti:

-          Undirbúningstímabiliđ „endalausa“ er hafiđ hjá meistaraflokki karla en ćfingar hófust eftir smá hlé í síđustu viku. KA-heimiliđ er ţví fariđ ađ glćđast enn meira lífi en margir KA-menn tala um hversu langt sé í sumariđ og mikil tilhlökkun sé hjá stuđningsmönnum ađ fylgjast međ liđinu í efstu deild.

-          Ţrír KA-strákar voru valdir til ćfinga međ U19 ára landsliđi Íslands en ţetta eru ţeir Áki Sölvason, Daníel Hafsteinsson og Aron Dagur Birnuson. Ćfingarnar fara fram dagana 11.-13. nóvember en til gamans má geta ađ ţjálfarar U19 eru KA-mennirnir Ţorvaldur Örlygsson og Dean Martin.

Handbolti:

-          Kvennaliđ KA/Ţór hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina og unnu HK á heimavelli,  28-22.  Martha Hermannsdóttir gerđir 9 mörk og ţćr Ásdís Guđmundsdóttir og Steinunn Guđjónssdóttir fjögur mörk hvor. Stelpurnar eru međ 9 stig í 4.-5. sćti deildarinnar en ađeins ţrjú stig skilja ţćr og toppliđiđ ađ. Stelpurnar fara svo suđur og spila tvo leiki um helgina gegn Val U og Fjölni

-          Ţá spilađi ţriđji flokkur kvenna einnig viđ HK og vann međ einu marki, 25-24. Fjórđi flokkur kvenna spilađi tvo leiki viđ HK og vann liđiđ annan ţeirra. Ţá voru 4. flokks karla leikjunum sem áttu ađ fara fram á sunnudaginn frestađ.

-          Dagur Gautason stóđ sig vel međ U17 ára landsliđi Íslands sem spilađi ţrjá leiki á ćfingamóti í Frakklandi. Dagur spilađi slatta og skorađi m.a. 3 mörk gegn Ungverjum og Sviss. Íslenska liđiđ vann einn leik á mótinu og tapađi tveimur. Ţetta voru fyrstu leikir U17 ára liđsins á erlendri grundu.

-          Akureyri Handboltafélag tekur á móti Stjörnunni á fimmtudaginn í KA-heimilinu kl. 19:00. Viđ hvetjum alla til ţess ađ mćta og styđja viđ strákana í erfiđri baráttu!

Blak:

-          Karlaliđ KA hélt suđur yfir heiđar um helgina og lék tvo leiki viđ Stjörnuna í Mizuno-deild karla. Leikirnir töpuđust báđir 3-1  og eru strákarnir okkar í nćst neđsta sćti deildarinnar međ tvö stig.

-          Kvennaliđiđ var einnig međ í för og léku ţćr tvo leiki gegn Ţrótt R í Laugardalshöllinni. Stelpurnar gerđu sér lítiđ fyrir og unnu báđa leikina, 3-2 og 3-1. Frábćrt hjá ţeim! Ţćr eru međ 8 stig í 4. sćti sinnar deildar en alls eru 7 liđ í kvennadeildinni og hafa ţau ekki veriđ eins mörg í nokkurn tíma. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband