Rakel Sara í liđi mótsins, Ísland í 5. sćti

Handbolti
Rakel Sara í liđi mótsins, Ísland í 5. sćti
Frábćrir fulltrúar KA/Ţórs í U19 liđinu!

KA/Ţór átti alls fjóra fulltrúa í U19 ára landsliđi Íslands í handbolta sem keppti í B-deild Evrópumótsins í Norđur Makedóníu sem lauk í dag. Ţetta eru ţćr Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir.

Keppt var í tveimur fjögurra liđa riđlum og fóru efstu tvö liđin áfram í undanúrslitin. Íslenska liđiđ hóf leik gegn Hvít-Rússum og byrjađi af krafti. Ísland leiddi 13-7 í upphafi og loks 14-10 í hálfleik en tókst ađ lokum ekki ađ hanga á forystunni og tapađist leikurinn á endanum 22-23. Rakel Sara gerđi 4 mörk í leiknum og Júlía Sóley eitt mark af línunni.

Stelpurnar komu sér hinsvegar í góđa stöđu međ 30-27 sigri á Finnum í kjölfariđ ţar sem Rakel Sara var markahćst međ 10 mörk auk ţess sem Ólöf Maren varđi 10 skot í rammanum. Framundan var ţví hreinn úrslitaleikur um sćti í undanúrslitunum gegn Póllandi. Pólverjar leiddu 11-13 í hálfleik en ţegar skammt var til leiksloka komst Ísland yfir í 21-20 og átti möguleika á ađ tryggja sigur á lokasekúndunum en tókst ekki og lokatölur 23-23 jafntefli. Rakel Sara gerđi 3 mörk í leiknum og Júlía Sóley eitt mark.


Rakel Sara fór hamförum og var valin í liđ mótsins

Ísland missti ţví af sćti í undanúrslitunum á markatölu og lék ţví um sćti 5-8. Ţar mćttu stelpurnar liđi Kósóvó og ţar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Ísland komst í 15-6 og leit aldrei um öxl. Vann ađ lokum 37-23 stórsigur ţar sem Rakel Sara gerđi 4 mörk, Júlía Sóley 2, Anna Marý eitt mark og Ólöf Maren varđi 5 skot í markinu.

Lokaleikur mótsins var ţví um 5. sćtiđ gegn heimastúlkum í Norđur Makedóníu. Íslenska liđiđ tók forystuna strax í upphafi og virtist hafa gott tak á leiknum. Stelpurnar leiddu 16-13 í hléinu og leiddi svo međ fjórum til sex mörkum nćr allan síđari hálfleikinn. En lokakaflinn var afleitur sem heimastúlkur nýttu sér til fulls og jöfnuđu í 28-28.

Fariđ var beint í vítakeppni til ađ fá úrslit í leikinn og ţar vann Ísland 4-2 sigur og önduđu léttar eftir ađ hafa nćstum ţví misst leikinn frá sér. Rakel Sara var markahćst í liđi Íslands međ 9 mörk og var ađ leik loknum valin í liđ mótsins. Ţetta er í annađ skiptiđ sem Rakel Sara er valin í liđ mótsins en hún var í sömu sporum međ U17 ára landsliđinu fyrir tveimur árum.

Viđ óskum stelpunum til hamingju međ flott mót, međ örlítilli heppni hefđi liđiđ veriđ ađ keppa um verđlaun á mótinu en engu ađ síđur frábćr reynsla sem öđlast međ ţátttöku í móti sem ţessu. Ţá óskum viđ Rakel Söru innilega til hamingju međ sćtiđ í liđi mótsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband