Sandra María til Bayer Leverkusen

Fótbolti
Sandra María til Bayer Leverkusen
Sandra var valin best í Pepsi deildinni

Sandra María Jessen, fyrirliđi Ţórs/KA í knattspyrnu er nú genginn til liđs viđ Ţýska liđiđ Bayer Leverkusen. Ţetta er frábćrt skref fyrir Söndru sem hefur veriđ algjör lykilleikmađur í liđi Ţórs/KA frá árinu 2011 og var hún međal annars valin besti leikmađur Pepsi deildarinnar á síđasta tímabili.

Sandra ţekkir vel til ađstćđna hjá Bayer Leverkusen en hún lék á láni međ liđinu í upphafi ársins 2016. Ţá lék hún međ Slavia Prag í Tékklandi í fyrra. Međ Ţór/KA hefur Sandra María tvívegis orđiđ Íslandsmeistari og leikiđ alls 140 leiki í deild og bikar ţar sem hún hefur gert 85 mörk. Einnig hefur hún leikiđ í Meistaradeild Evrópu međ Ţór/KA og skorađi til ađ mynda gegn Linfield í sumar.


Hér má sjá öll mörk Söndru fyrir Ţór/KA síđustu tvö tímabil

Auk ţess hefur Sandra leikiđ 24 leiki međ A-landsliđi Íslands og gert í ţeim 6 mörk til viđbótar viđ 25 unglingalandsleiki. Ţađ er klárt mál ađ ţađ verđur mikill missir fyrir Ţór/KA ađ missa Söndru Maríu auk ţess sem Anna Rakel Pétursdóttir gekk nýveriđ til liđs viđ Linköping í Svíţjóđ.

Viđ óskum Söndru Maríu góđs gengis í Ţýskalandi og hlökkum til ađ fylgjast međ gengi liđsins í ţessari sterkustu deild í heimi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband