Sigrar og töp hjá meistaraflokkunum okkar um helgina

Blak
Sigrar og töp hjá meistaraflokkunum okkar um helgina
Karlarnir sigruđu Stjörnuna í tvígang um helgina

Karlaliđiđ okkar vann Stjörnuna í tvígang

Stjarnan hóf fyrri leikinn af krafti og leiddu fram ađ miđri fyrstu hrinu. Ţá komust KA menn í gang og sigu ađ lokum fram úr og unnu hrinuna 25-21. Önnur hrina var KA manna alveg frá upphafi og komust Stjörnumenn aldrei inn í hana. Lauk henni međ 25-15 sigri KA. KA byrjuđu ţriđju hrinuna af krafti en Stjörnunni tókst ađ minnka muninn um hana miđja. KA menn sigldu 25-21 sigri ađ lokum í höfn og 3-0 sigur ţví stađreynd.

KA hóf síđari leikinn af krafti og komust fljótt í gott forskot í fyrstu hrinu. Stjörnumenn náđu ađ minnka muninn örlítiđ en lauk hrinunni ţó međ 25-21 sigri KA. KA menn skoruđu 10 stig í röđ í annarri hrinunni og leiddu 12-2 ţegar Stjarnan skorađi loks stig. Hrinunni lauk međ 25-11 sigri KA. Stjarnan spilađi betur í ţriđju hrinunni og leiddu alveg fram ađ miđri hrinu. Ţá skoruđu KA menn nokkur stig í röđ og innsigluđu loks 3-0 sigur međ 25-20 sigri í hrinunni.

Eftir leikinn er KA í öđru sćti, stigi á eftir HK en hafa spilađ einum fćrri leik. Liđin mćtast í tvígang í Fagralundi í Kópavogi um nćstu helgi og hvetjum viđ sem flesta til ađ koma og styđja okkar menn.

Kvennnaliđiđ tapađi fyrir Ţrótti Reykjavík

Konurnar okkar mćttu Ţrótti Reykjavík í tvígang um helgina og töpuđu ţćr báđum leikjunum, 1-3 og 2-3. Meiđsli og veikindi hrjáđu liđiđ í ţessum tveimur leikjum ţar sem María Díaz Perez var meidd í lćri og Arnrún Eik Guđmundsdóttir lék ekki vegna höfuđhöggs sem hún varđ fyrir í leik gegn Aftureldingu um síđustu helgi.

Fyrstu tvćr hrinurnar reyndust erfiđar fyrir KA ţar sem ţeim gekk illa ađ taka á móti sterkum uppgjöfum Ţróttara. Lauk hrinunum međ 14-25 og 11-25 sigri Ţróttar. KA sneru blađinu algjörlega viđ í ţriđju hrinu ţar sem ţćr spiluđu mjög vel og unnu hana ađ lokum 25-13. KA leiddu fjórđu hrinuna ţar til alveg undir lokin. Ţćr gerđu sig sekar um ţrjú sóknarmistök í blálokin og töpuđu hrinunni 25-27 og leiknum ţví 1-3.

Fyrsta hrinan í síđari leiknum einkenndist af mörgum mistökum KA kvenna og lauk henni međ 16-25 tapi. Önnur og ţriđja hrinan voru töluvert betri ţar sem ţćr unnu sér fljótt upp gott forskot og létu ţađ aldrei af hendi. Lauk ţeim međ 25-20 og 25-12 sigrum KA. Botninn datt svo algjörlega úr spili KA í fjórđu og fimmtu hrinu sem lauk međ 10-25 og 8-15 tapi og leiknum ţví 2-3.

KA, Ţróttur Reykjavík og Völsungur eru jöfn í 5.-7. sćti deildarinnar međ 5 stig eftir leikina en KA á ţó leik til góđa á Ţrótt. Nćsti leikur KA er miđvikudaginn 13. desember viđ Völsung á Húsavík og hvetjum viđ alla til ađ gera sér ferđ ţangađ og styđja viđ bak kvennanna okkar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband