Sigríđur og Ţormóđur fengu heiđursviđurkenningu

Almennt
Sigríđur og Ţormóđur fengu heiđursviđurkenningu
Sigga og Móđi eru ansi vel ađ heiđrinum komin

Kjör íţróttakarls og íţróttakonu Akureyrar fyrir áriđ 2022 fór fram í Hofi í gćr viđ hátíđlega athöfn og voru fjórar heiđursviđurkenningar frá frćđslu- og lýđheilsuráđi Akureyrar fyrir vel unnin störf í ţágu íţrótta á Akureyri afhentar. Viđ í KA áttum ţar tvo fulltrúa en ţađ eru ţau Sigríđur Jóhannsdóttir og Ţormóđur Einarsson.

Sigríđur eđa Sigga systir eins og hún er iđulega kölluđ innan KA er fćdd 26. desember 1963 og lék á sínum yngri árum knattspyrnu međ KA. Utan vallar hefur Sigríđur gegnt ábyrgđarstörfum fyrir félagiđ í áratugi og međal annars veriđ gjaldkeri ađalstjórnar KA í fjölmörg ár samhliđa ţví ađ vinna ötullega fyrir unglingaráđ handknattleiksdeildar félagsins.

Í gegnum tíđina hefur Sigríđur eytt fjölmörgum klukkustundum viđ ađ ađstođa félagiđ í kringum hin ýmsu störf og hefur gćtt ađ ţví ađ hin fjölmörgu ósýnilegu verkefni í starfi KA séu leyst og hlutirnir gangi smurt fyrir sig. Fyrir ţetta óeigingjarna starf hefur Sigríđur hlotiđ gullmerki KA og fćr nú heiđursviđurkenningur frćđslu- og lýđheilsuráđs Akureyrar.

Ţormóđur Einarsson eđa Móđi eins og hann er iđulega kallađur er fćddur 14. nóvember áriđ 1943 og hefur nánast frá fćđingu veriđ tengdur KA sterkum böndum. Ţormóđur lék knattspyrnu međ ÍBA og síđar međ meistaraflokksliđi KA viđ góđan orđstír og var međal annars fyrirliđi KA er liđiđ fór í fyrsta skiptiđ upp í efstu deild.

Móđi var fyrsti formađur knattspyrnudeildar KA á sama tíma og hann var leikmađur og fyrirliđi liđsins. Ţá ţvođi eiginkona hans, Elínborg Árnadóttir, búningana af öllum flokkum félagsins. Síđar varđ Móđi framkvćmdarstjóri félagsins um skeiđ og hefur hann heldur betur látiđ félagiđ njóta góđs af sínum öflugu kröftum. Um margra ára bil fór ekki fram sá handboltaleikur hjá KA nema Móđi vćri tímavörđur eđa ritari í sjálfbođastarfi. Fyrir öll sín merku störf hefur hann hlotiđ gullmerki KA, gullmerki KSÍ auk ţess ađ vera heiđursfélagi KA.

Auk Siggu og Móđa voru ţeir Herbert Bárđur Jónsson og Páll Jóhannesson heiđrađir fyrir ţeirra störf í ţágu íţróttafélagsins Ţórs og óskum viđ ţeim öllum til hamingju međ heiđurinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband