Slćmur endakafli kostađi KA/Ţór tap

Handbolti
Slćmur endakafli kostađi KA/Ţór tap
Svekkjandi tap stađreynd (mynd: Ţórir Tryggva)

KA/Ţór sótti ÍBV heim í Olís deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn var liđur í nćstsíđustu umferđ deildarinnar. KA/Ţór fer hvorki ofar né neđar en 5. sćtiđ og hafđi ţví ađ litlu ađ keppa en heimakonur eru í harđri baráttu um 3. sćtiđ og ţurfti á sigri ađ halda.

Stelpurnar hófu leikinn af krafti og ţá sérstaklega varnarlega. Eftir um ellefu mínútna leik var stađan 3-7 fyrir KA/Ţór og spilamennskan ansi góđ hvert sem litiđ var. En ÍBV er međ hörkuliđ og ţađ leiđ ekki á löngu uns ţćr höfđu jafnađ metin í 8-8. Eftir ţađ var jafnt á öllum tölum uns flautađ var til hálfleiks ţar sem stađan var 13-13 og leikurinn í járnum.

Aftur byrjuđu stelpurnar okkar betur og ţćr leiddu 14-16 á upphafsmínútum síđari hálfleiksins en nćstu fimm mörk vöru heimastúlkna, stađan skyndilega orđin 19-16 og um 18 mínútur eftir af leiknum.

Stelpurnar höfđu ekki sagt sitt síđasta og jöfnuđu í 20-20 og sýndu eins og svo oft áđur í vetur ađ ţćr gefast aldrei upp. En hvort ađ of mikil orka hafđi fariđ í ađ koma sér aftur inn í leikinn skal ég ekki segja til um en nćstu mínútur voru í raun algjört ţrot og ÍBV gekk á lagiđ. Heimastúlkur breyttu stöđunni yfir í 27-20 og unnu ađ lokum 27-22 sigur.

Hrikalega svekkjandi niđurstađa eftir virkilega flottan leik. Ţetta er í annađ skiptiđ í vetur ţar sem stelpurnar eru í góđri stöđu en detta úr takt ţegar mest á reynir og tapa.

Viđ skulum ţó ekki gleyma ţví ađ ÍBV er eitt best mannađa liđ landsins og stelpurnar okkar hafa stađiđ sig algjörlega frábćrlega í vetur, eru búnar ađ stimpla sig inn sem fimmta besta liđ landsins og ţađ er aldrei ađ vita hvađ gerist nćsta vetur.

Martha Hermannsdóttir var markahćst í liđi KA/Ţórs međ 6 mörk (ţar af 5 úr vítum), Sólveig Lára Kristjánsdóttir gerđi 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Ásdís Guđmundsdóttir 2, Anna Ţyrí Halldórsdóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2 og Rakel Sara Elvarsdóttir 1 mark

Olgica Andrijasevic varđi 11 skot í markinu og Selma Sigurđardóttir Malmquist varđi 1 skot en báđar voru ţćr međ 33% markvörslu.

Nćsti leikur er strax á ţriđjudaginn ţegar stelpurnar taka á móti Stjörnunni í síđasta leik tímabilsins. Leikurinn fer fram í KA-Heimilinu og hefst klukkan 19:30. Ţađ er um ađ gera ađ mćta og hylla okkar frábćra liđ sem hefur stađiđ sig gríđarlega vel ţrátt fyrir hrakspár fyrir tímabiliđ um ađ liđiđ myndi falla úr deildinni í neđsta sćtinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband