Stelpurnar mćttar til Kósóvó

Handbolti

Liđ KA/Ţórs er mćtt til Kósóvó en stelpurnar munu ţar leika tvívegis gegn liđi KFH Istogu. Istogu er Kósóvómeistari auk ţess ađ vera Bikarmeistari í landinu og ljóst ađ verkefniđ verđur ansi krefjandi en um leiđ ansi skemmtilegt enda í fyrsta skiptiđ sem KA/Ţór tekur ţátt í Evrópukeppni.

Ferđalagiđ út var í lengri kantinum en stelpurnar lögđu af stađ frá Akureyri um 14:30 í gćr, héldu ţađan til Keflavíkur ţar sem flugiđ var út til Póllands. Ţađan var flogiđ til Norđur Makedóníu og ţví nćst keyrt yfir landamćrin til Kósóvó og ađ lokum tćplega sólarhring frá brottför var liđiđ komiđ til Istogu.

Istogu bar höfuđ og herđar yfir önnur liđ í Kósóvó á síđustu leiktíđ en auk ţess ađ verđa landsmeistari varđ liđiđ bikarmeistari og ţađ án ţess ađ tapa leik allt tímabiliđ. Ţá hefur liđ Istogu hefur undanfarin ţrjú tímabil keppt í Evrópukeppni en í fyrra tapađi liđiđ međ eins marks mun fyrir Victoria-Berestie í ţriđju umferđ keppninnar.

Liđin mćtast tvívegis, venjubundiđ er ađ liđin mćtast heima og heiman en liđin komust ađ ţví samkomulagi ađ leika báđa leikina í Kósóvó. Fyrri leikurinn er á föstudaginn klukkan 16:00 ađ íslenskum tíma og er skráđur sem heimaleikur Istogu. Síđari leikurinn fer svo fram degi síđar kl. 16:00 ađ íslenskum tíma.

Síđari leikurinn verđur í beinni útsendingu á EHF-TV en viđ bíđum enn frekari fregna af fyrri leiknum, viđ bindum vonir til ađ geta sýnt hann sjálf ef hann verđur ekki ađgengilegur á öđrum miđlum. Vegna Covid veirunnar verđur ađeins 10% af áhorfendasvćđi Istogu nýtt á leikjunum og verđa ţví ađeins 220 miđar í bođi á hvern leik.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband