Stórleikur hjá Ţór/KA á morgun

Fótbolti

Íslandsmeistarar Ţórs/KA taka á móti Stjörnunni á Ţórsvelli á morgun, ţriđjudag, klukkan 18:00. Ţetta er ţriđji toppslagurinn í röđ hjá stelpunum en ţćr unnu Breiđablik 2-0 og gerđu 0-0 jafntefli viđ Val í síđustu leikjum. Fyrir leikinn er Ţór/KA í 2. sćti deildarinnar međ 20 stig en Breiđablik er á toppnum međ 21 stig.

Stjarnan hikstađi í upphafi sumars en hefur náđ ađ koma sér nćr toppsćtunum og er í dag međ 16 stig í 4. sćtinu. Ţađ er ljóst ađ ţađ er gríđarlega mikiđ undir hjá báđum liđum, Stjarnan verđur einfaldlega ađ vinna ef ađ ţćr ćtla ađ eiga einhverja möguleika á ađ halda í viđ toppinn og á sama tíma ţurfa okkar stelpur ađ halda áfram ađ hala inn stigunum enda mun hvert stig skipta gríđarlega miklu máli ţegar upp verđur stađiđ í lok sumars.

Viđ hvetjum ađ sjálfsögđu alla sem geta til ađ mćta á Ţórsvöll á morgun og styđja stelpurnar til sigurs. Eini tapleikur sumarsins kom einmitt á heimavelli gegn Stjörnunni í bikarnum og ţurfum viđ öll ađ leggja okkar ađ mörkum til ađ kvitta fyrir ţann leik, áfram Ţór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband