Stórleikur KA og Hauka í kvöld (í beinni)

Handbolti

Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag ţegar Haukar koma í heimsókn. Ţađ má búast viđ svakalegum leik og ljóst ađ KA liđiđ ţarf á ţínum stuđning ađ halda til ađ komast áfram í nćstu umferđ!

Leikurinn hefst klukkan 18:00 en viđ hvetjum ykkur eindregiđ til ađ mćta snemma enda er leikurinn bikarleikur og ţar gilda ársmiđar ekki. Ţađ má ţví reikna međ örtröđ í miđasölunni og ţví gott ađ dreifa álaginu og mćta snemma.

Ţađ er viđ hćfi ađ rifja upp eina af fyrri viđureignum ţessara liđa og hér má sjá ţegar KA vann magnađan sigur á Haukum í úrslitakeppninni áriđ 1997 eftir framlengdan leik!

Ţá minnum viđ á ađ pizzur frá Greifanum sem og samlokur frá Lemon eru til sölu á svćđinu ţannig ađ ţađ ćtti enginn ađ vera svangur ţó ađ leikurinn sé á matmálstíma.

KA-TV sýnir leikinn svo ađ sjálfsögđu í ţráđbeinni fyrir ţá sem ekki komast í KA-Heimiliđ, ţađ er ţví um ađ gera ađ fylgjast vel međ gangi mála!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband