Strandhandboltamót um versló!

Handbolti
Strandhandboltamót um versló!
Ekki missa af frábærri skemmtun um Versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi laugardaginn um verslunarmannahelgina (3. ágúst). Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman.

Þetta er annað árið sem mótið fer fram og heppnaðist það gríðarlega vel í fyrra auk þess sem strandhandbolti hefur notið gríðarlegra vinsælda fyrir sunnan undanfarin ár. Við lofum miklu stuði og að sjálfsögðu mikilli sól!


Mótið heppnaðist frábærlega í fyrra, smelltu á myndina til að skoða myndaveislu frá mótinu

Hvert lið mun leika að minnsta kosti 4 leiki en fjórir leikmenn eru inná í hverju liði og leikur markmaður með í sókninni.

Lokað verður fyrir skráningu kl. 20:00 á föstudagskvöldinu (2. ágúst)

Krakkaflokkur (2004-2010 módel) mun keppa frá klukkan 13:00 til 15:30. Þátttökugjaldið er 2.500 krónur á hvern þátttakanda og er pizzaveisla að mótinu loknu.

Fullorðinsflokkur (2003 módel og eldri) mun keppa frá klukkan 15:30 til 19:00. Þátttökugjaldið er 20.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu er pizzuveisla og ískaldir drykkir.

Skráning fer fram hjá agust@ka.is og er um að gera að skrá sig sem allra fyrst en fjöldatakmörkun er á mótinu. Ekki missa af frábærri skemmtun um Verslunarmannahelgina á Akureyri, það er nóg um að vera bæði fyrir krakka og fullorðna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband