Tap gegn Blikum

Fótbolti
Tap gegn Blikum
Mynd - Ţórir Tryggva.

KA tapađi í kvöld 0-1 fyrir Breiđablik í Pepsi Max deildinni. Mark Blika kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir einungis ţriggja mínútna leik.

KA 0 – 1 Breiđablik

0 – 1 Thomas Mikkelsen - Víti (’3)

Áhorfendur:

947 áhorfendur

Liđ KA:

Aron Dagur, Haukur Heiđar, Torfi Tímoteus, Callum, Ýmir Már, Andri Fannar, Almarr, Daníel, Hrannar Björn, Hallgrímur Mar og Elfar Árni.

Bekkur:

Kristijan Jajalo, Ólafur Aron, Hallgrímur Jónasar, Brynjar Ingi, Sćţór Olgeirs, Alexander Groven og Nökkvi Ţeyr.

Liđiđ í kvöld

Skiptingar:

Alexander Groven inn – Ýmir Már út (’66)

Nökkvi Ţeyr inn – Andri Fannar út (’75)

Sćţór Olgeirs inn – Haukur Heiđar út (’87)

KA og Breiđablik áttust viđ í 4.umferđ Pepsi Max deildar karla í kvöld á Greifavellinum á Akureyri. Byrjunarliđ KA var óbreytt frá tapinu gegn FH í síđustu umferđ.

Ţađ var ekki mikiđ búiđ af leiknum ţegar ađ Ívar Orri dómari leiksins flautađi vítaspyrnu á KA. Daníel Hafsteins átti ţá ađ hafa brotiđ á Thomas Mikkelsen en erfitt var ađ sjá hvađ hafđi átt sér stađ. Algjört klafs í teignum og algjör óţarfi ađ flauta á ţetta enda erfitt ađ sjá hver braut á hverjum og er morgunljóst ađ ef ţetta er víti vćru vítaspyrnur í fótboltaleikjum í tugatali. Thomas fór sjálfur á punktinn og skorađi af miklu öryggi. Aron Dagur fór ţví miđur í vitlaust horn og Blikar komnir yfir eftir einungis ţrjár mínútur. Vítiđ kom eins og blaut tuska í andlit KA en liđiđ var ţó fljótt upp á lappirnar og var mikiđ mun betra.

Ţegar stundarfjórđungur var liđin áttu Blikar hins vegar tvö hćttuleg fćri ađ marki KA en Aron Dagur gerđi vel ađ verja. Tíu mínútum seinna átti Hallgrímur Mar ágćtis tilraun fyrir KA en skotiđ beint á Gunnleif í marki Blika en hann hélt ekki boltanum og hreinsuđu varnarmenn Blika boltann í horn.

Á 35. mínútu átti KA frábćra sókn ţegar ađ Ýmir gaf flotta sendingu inn á Elfar sem gaf fyrir markiđ á Daníel sem framlengdi boltanum áfram á Hrannar sem gaf góđa sendingu út í teig á Hallgrím Mar sem lét vađa á markiđ og varđi Gunnleifur frábćrlega í horn. Upp úr hornspyrnunni skorađi KA en markiđ dćmt af vegna rangstöđu. Ţá tók KA horniđ stutt og Hallgrímur átti frábćra sendingu á Elfar sem skallađi laglega í markiđ framhjá Gunnleifi en markiđ stóđ ţví miđur ekki.

Fimm mínútum fyrir hálfleik gerđi KA tilkall til ađ fá vítaspyrnu ţegar ađ brotiđ var á Hrannari en dómari leiksins vildi meina ađ brotiđ hefđi byrjađ utan teigs og aukaspyrna dćmd. Stuttu seinna var flautađ til hálfleiks og gestirnir í Blikum međ 0-1 forystu. KA liđiđ var mikiđ mun betra seinni hluta hálfleiksins og óheppiđ á jafna ekki leikinn.

KA hóf seinni hálfleikinn vel og stýrđi liđiđ umferđinni og lá Blika liđiđ til baka en KA fékk fjölmargar hornspyrnur og aukaspyrnur en náđi hins vegar ekki ađ nýta sér ţćr nćgilega vel. Í uppbótartíma leiksins gerđi KA tilkall til ađ fá vítaspyrnu ţegar ađ leikmađur Blika varđi boltann međ hendi og bjargađi marki en ekkert dćmt.

Liđiđ var mun meira međ boltann í seinni hálfleik en ţađ vantađi ađeins meiri hćttu upp viđ mark Blika og lauk leiknum međ sigri gestanna og er ţađ ţessi umdeildi vítaspyrnudómur Ívars Orra sem skilur liđin af. Sanngjörn niđurstađa hefđi veriđ jafntefli en fótboltinn getur veriđ miskunarlaus íţrótt og ţađ sýndi sig í kvöld.

KA-mađur leiksins: Almarr Ormarsson (Var öflugur á miđjunni hjá KA í dag og vann boltann ófáu sinnum af Blikum.)

Mađur leiksins

Nćsta verkefni KA er á sunnudaginn ţegar ađ liđiđ fer á Samsung völlinn í Garđabć og mćtir ţar Stjörnumönnum. Hefst leikurinn kl. 17.00. Frábćr mćting var hjá KA fólki á höfuđborgarsvćđinu á fyrsta útileik KA á höfuđborgarsvćđinu gegn FH í síđustu umferđ og hvetjum viđ alla KA menn halda uppteknum hćtti og mćta gulklćdd á Samsung völlinn á sunnudaginn og styđja liđiđ. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband