Ţegar KA lagđi Ungverska risann

Handbolti
Ţegar KA lagđi Ungverska risann
Duranona tryggđi sćtan sigur KA undir lokin

KA varđ Bikarmeistari karla í handknattleik annađ áriđ í röđ ţegar liđiđ hampađi titlinum áriđ 1996. KA lék ţví aftur í Evrópukeppni Bikarhafa og var reynslunni ríkari eftir flottan árangur áriđ áđur ţar sem liđiđ komst í 16-liđa úrslit keppninnar og sló međal annars út Viking Stavanger frá Noregi sem viđ rifjuđum upp í gćr.

Andstćđingar KA í 32-liđa úrslitum keppninnar var Svissneska liđiđ ZMC Amicitia Zürich. Liđin féllust á ađ leika báđa leikina í KA-Heimilinu og voru báđir leikir hádramatískir. Liđin gerđu jafntefli 27-27 í fyrri leiknum og aftur var jafnt í ţeim síđari 29-29. KA liđiđ slapp hinsvegar međ skrekkinn ţví fyrri leikurinn taldist heimaleikur KA og fór liđiđ ţví áfram á fleiri mörkum skoruđum á útivelli!

Dramatíkin var öllu minni í 16-liđa úrslitum ţegar KA sló á sannfćrandi hátt út Belgíska liđiđ HC Herstal Liége. Fyrri leikurinn var leikinn í KA-Heimilinu og vannst 26-20. Liđin mćttust svo aftur í Belgíu og lauk ţeim leik međ 23-23 jafntefli. KA var ţar međ komiđ áfram í 8-liđa úrslit keppninnar og ansi sterkir andstćđingar í pottinum.

Og erfiđa andstćđinga fékk liđiđ svo sannarlega, ţví Ungverska stórveldiđ Veszprém kom uppúr hattinum. Veszprém vann keppnina 1992 og lék til úrslita áriđ 1993. Liđiđ hefur í dag leikiđ fjórum sinnum til úrslita í Meistaradeild Evrópu og orđiđ Ungverskur meistari 26 sinnum sem er met auk ţess ađ hafa orđiđ Ungverskur Bikarmeistari 27 sinnum sem einnig er met.


KA vann sögufrćgan sigur á Veszprém í KA-Heimilinu

Fyrri leikur liđanna fór fram í KA-Heimilinu ţann 9. febrúar 1997 fyrir framan gríđarlegan fjölda stuđningsmanna KA. Leikur liđanna var fjörlegur, hrađur og bauđ upp á markaveislu. Gestirnir byrjuđu betur en strákarnir svöruđu fyrir sig og leiddu 17-15 er liđin gengu til búningsherbergja sinna.

Áfram var sóknarleikurinn í ađalhlutverki á kostnađ varnar og markvörslu. Allt útlit var fyrir ađ Veszprém hefđi tryggt sér jafntefli ţegar liđiđ jafnađi í 31-31 á lokaandartökunum en Róbert Julian Duranona skorađi beint úr aukakasti er leiktíminn var liđinn og tryggđi KA ćvintýralegan 32-31 sigur á stórveldinu.

Ađ leik loknum bar ţó á töluverđri óánćgju hjá KA-mönnum enda útlit fyrir ansi erfiđan leik í Ungverjalandi. Enda kom ţađ á daginn ađ síđari leikurinn tapađist og féll KA liđiđ ţar međ úr leik. En ţađ er ljóst ađ menn áttuđu sig líklega ekki almennilega á afrekinu ađ leggja risann ađ velli strax ađ leik loknum.

Ţessir léku fyrir KA: Guđmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Ţorleifsson, Björgvin Ţór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sćvar Árnason, Ţorvaldur Ţorvaldsson, Jakob Jónsson og Heiđmar Felixson úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 14 (7), Björgvin Ţór Björgvinsson 5, Sergei Ziza 4, Leó Örn Ţorleifsson 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Heiđmar Felixson 2 og Jakob Jónsson 1.

Umfjöllun Morgunblađsins

Meistarabikarinn til KA-manna

Umfjöllun DV

Umfjöllun Dags Tímans


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband