Ţór/KA komiđ á blađ eftir sigur á Fylki

Fótbolti
Ţór/KA komiđ á blađ eftir sigur á Fylki
Ţrjú stig í hús! (mynd: Ţórir Tryggva)

Ţór/KA tók á móti Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik sumarsins. Stelpurnar höfđu tapađ illa fyrir sterku liđi Vals í fyrstu umferđ Pepsi Max deildarinnar og voru stađráđnar í ađ sćkja sín fyrstu stig gegn nýliđum Fylkis sem höfđu unniđ Keflavík í sínum fyrsta leik í sumar.

Ţór/KA 2 - 0 Fylkir
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('46)
2-0 Andrea Mist Pálsdóttir ('88)

Leikurinn fór tiltölulega rólega af stađ og ljóst ađ bćđi liđ ćtluđu sér ađ fara af varfćrni inn í leikinn. Ţór/KA fékk ţó dauđafćri á 10. mínútu er Andrea Mist Pálsdóttir átti frábćra sendingu inn fyrir vörn gestanna en Sandra Mayor náđi ekki ađ finna leiđina framhjá Cecilíu Rúnarsdóttur í marki Fylkis.

Ţegar leiđ á fyrri hálfleikinn náđu stelpurnar betra og betra taki á leiknum og stýrđu leiknum. Ekki tókst ţeim ţó ađ koma boltanum í netiđ og stađan ţví markalaus er flautađ var til hálfleiks. Mikil barátta var í Fylkisliđinu og ljóst ađ stelpurnar ţyrftu ađ gefa allt í leikinn til ađ sćkja sigur.

Ţađ tók svo ekki langan tíma í síđari hálfleik til ađ finna opnunarmarkiđ en ţađ gerđi engin önnur en Sandra Mayor og ţađ međ glćsilegri hćlspyrnu eftir flotta fyrirgjöf frá Andreu Mist. Ţungu fargi létt af okkar liđi sem og stuđningsmönnum sem voru ţó nokkrir í stúkunni.

Gestirnir úr Árbćnum reyndu hvađ ţeir gátu til ađ jafna metin og áttu alveg sín fćri á sama tíma og okkar liđ var eđlilega ađ leita ađ öđru marki til ađ gulltryggja sigurinn. Síđasta kortériđ fjarađi verulega úr sóknarleik Fylkisliđsins og eina spurningin var í rauninni hvort okkar liđ nćđi ađ bćta viđ marki.

Ţađ gekk tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma er Andrea Mist renndi boltanum í autt netiđ eftir stórkostlegan samleik hjá Söndru Mayor og Margréti Árnadóttur.

2-0 sigur Ţórs/KA ţví stađreynd og stelpurnar eru komnar á blađ í deildinni. Ţađ er klárt ađ Fylkisliđiđ er frekar öflugt og ansi líklegt til ađ taka stig af liđunum í toppbaráttunni. Ţađ er ţví ansi gott og mikilvćgt ađ sigla ţremur stigum heim úr leiknum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband