Flýtilyklar
Ţrjár frá KA í U19 sem náđi 5. sćti
KA átti ţrjá fulltrúa í U19 ára landsliđi Íslands í blaki er keppti á Norđur-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi undanfarna daga. Ţetta eru ţćr Auđur Pétursdóttir, Lilja Kristín Ágústsdóttir og Lilja Rut Kristjánsdóttir en auk ţeirra stýrđi Miguel Mateo Castrillo ţjálfari KA liđinu.
Stelpurnar hófu leik gegn sterku liđi heimakvenna í Finnlandi sem sýndi styrk sinn en leiknum lauk međ 3-0 sigri Finna. Nćsti leikur var gegn liđi Noregs og ţar sýndi íslenska liđiđ mjög flottan leik en ađ lokum ţurftu stelpurnar okkar ađ sćtta sig viđ 1-3 tap.
Nćst tók viđ leikur gegn Dönum og aftur sýndu stelpurnar okkar flotta takta en niđurstađan 1-3 tap og ljóst ađ íslenska liđiđ myndi keppa um sćti 5-7 á mótinu.
Ţar mćttu stelpurnar fyrst liđi Fćreyja og unnu ţar góđan 3-1 sigur og ekki létu stelpurnar stađar numiđ ţar ţví í kjölfariđ vannst annar góđur 3-1 sigur á liđi Englands og 5. sćtiđ í höfn eftir magnţrungna upphćkkun í fjórđu hrinu.
Afar flottur árangur og morgunljóst ađ íslensku unglingalandsliđin eru farin ađ fćrast nćr sterkustu ţjóđunum í kringum okkur. Óskum okkar mögnuđu fulltrúum til hamingju međ frábćran árangur.