Tilboð á flugi fyrir bikarúrslitin!

Fótbolti

KA og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 21. september næstkomandi á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem strákarnir okkar eru í bikarúrslitum og klárt að við þurfum að fjölmenna í stúkuna til að landa titlinum!

Icelandair ætlar að aðstoða okkur við að gera stúkuna gula og býður upp á 20% afslátt af flugi í kringum bikarúrslitaleikinn. Athugið að hægt er að nota afsláttinn meðfram loftbrúarafslætti.

Tilboðið gildir út fimmtudaginn 22. ágúst og því eina vitið að drífa í því að nýta tilboðið ef þið hyggist fljúga í leikinn. Almenn miðasala á leikinn hefst svo þegar nær dregur og verður kynnt sérstaklega.

Laugardalsvöllur bíður – 20% afsláttur af Economy Standard & Flex fargjaldi hjá Icelandair

KA spilar til úrslita í Mjólkurbikarkeppni Karla í Knattspyrnu laugardaginn 21.september næstkomandi. Icelandair býður stuðningsfólki 20% afslátt af Economy Standard & Economy Flex fargjaldi með kóðanum BIKARTilboðið gildir til miðnættis 22.ágúst  (fimmtudag).

Ferðatímabilið er 20.september – 22.september.

Athugið að afsláttarkóða er einnig hægt að nota samhliða hefðbundnum Loftbrúarafslætti.

Eins og áður segir þá hefst sjálf miðasalan á leikinn þegar nær dregur auk þess sem við munum kynna hópferð með rútu. En við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að nýta þetta flotta tilboð Icelandair.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband