Tilnefningar til liđs ársins hjá KA 2021

Almennt | Fótbolti | Handbolti
Tilnefningar til liđs ársins hjá KA 2021
Frábćr árangur sem náđist á árinu 2021

Fimm liđ hjá KA eru tilnefnd til liđs ársins 2021 en ţetta verđur í annađ skiptiđ sem verđlaun fyrir liđ ársins verđa veitt. Verđlaunin verđa tilkynnt á 94 ára afmćli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi ađ sjá hvađa liđ hreppir ţetta mikla sćmdarheiti.

Knattspyrnudeild - 3. flokkur kvenna

Ţetta var annađ áriđ sem ađ 3. flokkur kvenna er sameinađur međ Ţór. Sameinađar mynduđu ţćr mjög sterkan flokk međ öflugum stelpum. Árgangar 2005-2006 urđu Íslandsmeistarar í B-liđa, Stefnumótsmeistarar í A og B-liđum, ReyCup meistarar í A-liđum og silfurhafar í B-liđum. Einnig voru ţrjár úr flokknum sem spiluđu sína fyrstu leiki í efstu deild og sömu stelpur spiluđu einnig fyrir U16 og U17 ára liđ Íslands. Glćsilegur árangur hjá ţessum flotta flokk sem verđur einnig virkilega öflugur nćsta sumar eins og sást á Stefnumóti KA í nóvember ţar sem A-liđiđ vann, A2 stóđu sig frábćrlega sem og bćđi B-liđin.

Handknattleiksdeild - 4. flokkur karla eldra ár

Strákarnir á eldra ári 4. flokks karla (fćddir 2006) í handbolta hjá KA hafa fariđ taplausir í gegnum undanfarin tímabil. Ţeir fögnuđu Íslandsmeistaratitli í vor og voru komnir í úrslitahelgi bikarkeppninnar ţegar ađ bikarinn var flautađur af vegna COVID19. Ţađ er orđiđ lengra en margir muna hvenćr drengirnir töpuđu síđast leik en ţeir sitja á toppi efstudeildar um ţessar mundir međ fullt hús stiga. Fyrir utan ađ vera gríđarlega gott og ţétt liđ innan vallar er hópurinn góđur og drengirnir til fyrirmyndar hvert sem ţeir koma.

Knattspyrnudeild - 5. flokkur kvenna

Stelpurnar voru alveg frábćrar á árinu. Um 45 stelpur ćfđu í sumar hjá KA. Stelpurnar voru virkilega duglegar á ćfingum og uppskeran var eftir ţví. A-liđ flokksins vann öll mót sem ţađ tók ţátt í en ţau voru Gođamótiđ, TM-mótiđ í Vestmannaeyjum og Íslandsmótiđ. Ţćr voru sérstaklega öflugar í sumar ţar sem ţćr unnu alla sína leiki fyrir utan eitt jafntefli og kórónuđu ţćr frábćrt sumar međ ađ vinna FH 6-0 í úrslitaleik Íslandsmótsins. B-liđiđ var einnig mjög öflugt í Vestmannaeyjum og komst alla leiđ í úrslitaleik Íslandsmótsins ţar sem ţćr töpuđu í hörku leik gegn Breiđablik.

Knattspyrnudeild - Meistaraflokkur karla KA

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu náđi sínum nćst besta árangri ţegar ţeir enduđu í 4. sćti í Pepsi Max deildinni. Ţeir fengu 40 stig og voru međ markatöluna 36-20 í 22 leikjum. Eitt stig var upp í 3. sćti sem hefđi gefiđ Evrópusćti. Liđiđ vann Kjarnafćđismótiđ eftir sigur  á Ţór í úrslitaleik og komst í 16-liđa úrslit Mjólkurbikarins. Ţrátt fyrir ađ ţetta hafi veriđ eitt besta tímabil í sögu meistaraflokks KA í knattspyrnu ţá voru margir innan liđsins smá svekktir ţar sem ţeir voru í hörku séns ađ ná Evrópusćti fram í síđasta leik. Leikmenn, ţjálfarar, stjórnarmenn og ađrir sem koma ađ liđinu mega ţó vera mjög stoltir af liđinu.

Handknattleiksdeild - Meistaraflokkur kvenna KA/Ţór

KA/Ţór er/var handhafi allra fjögurra titla sem í bođi eru á Íslandi fyrir tímabiliđ 2020-2021. Stelpurnar hófu tímabiliđ 2020 á ţví ađ verđa meistarar meistaranna. Ţćr stóđu síđan uppi sem deildarmeistarar í lok apríl 2021 og Íslandsmeistarar mánuđi síđar. Ţćr hófu síđan veturinn 2021-2022 á ţví ađ verđa  bikarmeistarar í Coca-Cola bikarkeppni kvenna sem átti ađ fara fram í mars 2021 en var frestađ til  haustsins 2021 vegna Covid.

Stelpurnar komust einnig í 32-liđa úrslit í Evrópubikarkeppni kvenna ţar sem ţćr lögđu Kósóvósku meistarana í 64-liđa úrslitum. Ţćr lutu síđan lćgra haldi fyrir spćnsku bikarmeisturunum í BM Elche í 32-liđa úrslitum međ tveggja marka mun. Fimm leikmenn liđsins hafa veriđ valdar í A-landsliđ kvenna á árinu og sópuđu ţćr til sín verđlaunum á lokahófi HSÍ í sumar, bćđi leikmenn og ţjálfarar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband