Ungmennaliðin berjast um montréttinn

Handbolti
Ungmennaliðin berjast um montréttinn
Það má búast við hörkuleik (mynd: Þórir Tryggva)

Það er fátt skemmtilegra en innbyrðisleikir Akureyrarliðanna og á morgun tekur ungmennalið KA á móti ungmennaliði Akureyrar í 2. deild karla í handbolta. Bæði lið eru í harðri toppbaráttu og slást um sæti í Grill 66 deildinni á næsta tímabili en fyrir leikinn er KA á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað tveimur leikjum í vetur en Akureyri hefur tapað þremur.

Liðin mættust fyrr í vetur í Höllinni í svakalegum baráttuleik sem var hnífjafn og spennandi. Hinsvegar skiptu lokatölur leiksins á endanum ekki máli því lið Akureyrar var með ólöglegan leikmann og KA var því dæmdur 0-10 sigur.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 í KA-Heimilinu og er um að gera að mæta og styðja okkar lið til sigurs. KA-TV verður þó með leikinn í beinni fyrir þá sem ómögulega komast á leikinn og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband