Valdimar Grímsson í goðsagnahöll KA

Handbolti
Valdimar Grímsson í goðsagnahöll KA
Valdimar er mættur! (mynd: Þórir Tryggva)

Valdimar Grímsson var vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA í gær fyrir leik KA og Selfoss. Valdimar bætist þar með í hóp með Patreki Jóhannessyni og Guðjóni Val Sigurðssyni og eru þeir félagar á striga í sal KA-Heimilisins.

Með KA varð Valdimar Bikarmeistari árið 1995 en það var fyrsti stóri titill KA í handbolta. Valdimar gekk til liðs við KA árið 1993 og var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1993-1994 auk þess að vera markakóngur.

Það er Vogue sem tryggði sér Valdimar en framtakið virkar þannig að fyrirtæki geta haft samband við deildina og keypt goðsögn úr handboltastarfinu og fá þar með merki sitt á strigann með myndinni af leikmanninum auk texta yfir hans helstu afrek með KA.

Á næstu vikum munum við bæta fleiri goðsögnum við en hafir þú eða þitt fyrirtæki áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega framtaki skaltu endilega hafa samband í netfangið agust@ka.is. Þetta er kjörin auglýsing enda strigarnir ansi sýnilegir.

Patrekur Jóhannesson stýrði Selfyssingum gegn KA í gær og var að sjálfsögðu myndaður fyrir framan goðsagnarhöllina og var mjög gaman að fá hann aftur heim í KA-Heimilið en hann varð Bikarmeistari með KA árið 1995 og Deildar- og Bikarmeistari árið 1996 auk þess að vera valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1995 sem og markakóngur það árið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband