Valskonur skelltu KA/Ţór ađ Hlíđarenda

Handbolti
Valskonur skelltu KA/Ţór ađ Hlíđarenda
Hulda Bryndís gerđi 6 mörk (mynd: Ţórir Tryggva)

KA/Ţór sótti toppliđ Vals heim í 8. umferđ Olís deildar kvenna í kvöld. Stelpurnar lögđu Íslandsmeistara Fram í síđustu umferđ auk ţess ađ komast áfram í Coca-Cola bikarnum ţannig ađ ţćr mćttu fullar sjálfstrausts í leik kvöldsins.

Valsliđiđ byrjađi betur og komst í 3-0 í upphafi leiks áđur en Hulda Bryndís Tryggvadóttir skorađi tvö góđ mörk og breytti stöđunni í 3-2. Jafnrćđi var međ liđunum nćstu mínútur og munađi mikiđ um ađ Olgica Andrijasevic var ađ verja vel í marki okkar liđs.

En sóknarleikurinn var ekki nćgilega góđur og ţegar leiđ á fyrri hálfleikinn fóru heimakonur ađ auka viđ forskotiđ. Ţegar flautađ var til hlés var stađan orđin 15-7 og mesta spennan ţví miđur farin úr leiknum. Valsliđiđ mćtti mjög klárt í leikinn og hafđi greinilega fariđ vel yfir sigur okkar liđs á Fram.

Síđari hálfleikurinn var svo í raun algjört formsatriđi hjá heimakonum, munurinn fór upp í fimmtán mörk og ađalmarkmiđiđ í raun ađ reyna ađ bjarga andlitinu sem best úr ţví sem komiđ var. Lokatölur voru 31-16 og afar sannfćrandi sigur Vals stađreynd.

Ţađ var vitađ fyrir tímabiliđ ađ ţađ myndu koma leikir ţar sem liđiđ yrđi undir í baráttunni. Enda má ekki gleyma ţví ţrátt fyrir góđa byrjun ađ stelpurnar eru nýliđar í deild ţeirra bestu og erfitt ađ halda dampi í öllum leikjum, hvađ ţá gegn bestu liđunum.

Mörk KA/Ţórs: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 6 mörk, Ásdís Guđmundsdóttir 3 (1 úr víti), Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3 (1 úr víti), Martha Hermannsdóttir 1, Ţóra Björk Stefánsdóttir 1, Katrín Vilhjálmsdóttir 1 og Ásdís Sigurđardóttir 1 mark.

Í markinu varđi Olgica Andrijasevic 9 skot og Selma Sigurđardóttir Malmquist varđi 2 skot.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband