Valþór Ingi þriðji í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Almennt

Valþór Ingi, blakleikmaður KA, varð þriðji í kjöri íþróttamanns Akureyrar sem fram fór í dag. Boðið var til veislu í Hofi í dag þar sem kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst. Þrír frá KA voru tilnefndir í dag en það voru þau Martha Hermannsdóttir, Guðmann Þórisson og Valþór Ingi Karlsson.

Þegar atkvæðin voru talin upp úr kassanum var það ljóst að Valþór Ingi var þriðji í þessu kjöri til íþróttamanns Akureyrar.  Viktor Samúelsson (KFA) varð kjörinn íþróttamaður AKureyrar og annar varð Tryggvi Snær Hlinason (Þór). Í fyrsta sinn var kosið um íþróttamann og konu Akureyrarbæjar. Þær sem urðu efstar í kjörinu um íþróttakonu Akureyrar voru þær María Guðmundsdóttir (SKA, 3. sæti), Hafdís Sigurðardóttir (UFA, 2. sæti) og Bryndís Rún Hansen (Óðinn) var íþróttakona Akureyrar.

Valþór var einmitt útnefndur íþróttamaður KA á dögunum.

Heimasíðan óskar Valþóri innilega til hamingju með þetta, enda vel að þessu kominn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband