Íþróttafólk Akureyrar valið í dag

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Lyftingar

Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár.

Alls eru 10 íþróttakonur og 10 íþróttakarlar tilnefndir í ár og eigum við KA 9 sem eru tilnefnd, hvorki meira né minna!

Jóna Margrét Arnarsdóttir (blak), Rakel Sara Elvarsdóttir (handbolti), Rut Arnfjörð Jónsdóttir (handbolti) og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir (blak) eru tilnefndar til íþróttakonu Akureyrar.

Alex Cambray Orrason (lyftingar), Ívar Örn Árnason (fótbolti), Miguel Mateo Castrillo (blak), Nökkvi Þeyr Þórisson (fótbolti) og Óðinn Þór Ríkharðsson (handbolti) eru tilnefndir til íþróttakarls Akureyrar.

ÍBA verður með beint streymi fyrir þá sem ekki komast í Hof og er hægt að nálgast streymið hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is