Opið hús hjá lyftingadeild KA á gamlársdag

Lyftingar

Lyftingadeild KA verður með opið hús á morgun, gamlársdag, þar sem öllum er velkomið að kíkja við og kynna sér aðstöðuna og starf deildarinnar. Einnig verður Gamlársmót sem stefnt er á að verði árlegur viðburður í kjölfarið.

Lyftingadeild KA er með aðstöðu við Tryggvabraut 22 og eiga forsvarsmenn deildarinnar gríðarlegt hrós skilið fyrir þá miklu vinnu sem unnin hefur verið við að gera aðstöðuna jafn glæsilega og raun ber vitni.

Mótið verður tvískipt, byrjað verður á ólympískum lyftingum fyrir hádegi og við taka svo kraftlyftingar eftir hádegi. Möguleiki er á því að keppa í annarri greininni eða báðum.

Ólympískar lyftingar
Mótið hefst klukkan 11:00 og keppt verður í hámarks þyngd í clean, unnið verður eftir svokölluðu "last man standing" fyrirkomulagi þar sem stöngin byrjar í 50kg fyrir karla og 35kg fyrir konur og þyngist um 5kg upp í 110/75 kg, eftir það þyngist stöngin um 2.5 kg þar til einn stendur eftir sem sigurvegari.

Kraftlyftingar - Bekkpressumót
Vigtun er klukkan 12:00 og hefst mótið sjálft klukkan 13.00. Keppt verður bæði í karla og kvennaflokki og verða verðlaun fyrir stigahæstu lyftarana.

Það kostar ekki neitt að vera með, en við tökum við frjálsum framlögum í gegnum Sportabler, sjá: https://www.sportabler.com/.../Q2x1YlNlcnZpY2U6MTAxNTk=


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is