Upphitun: Leiknir R. - KA

Fótbolti
Á morgun, fimmtudaginn 21. maí mætast KA og Leiknir fyrir sunnan í þriðju umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl.16:00 og hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að skella sér á leikinn.

Leiknir R:
Leiknismönnum var spáð 9.sæti í deildinni af fyrirliðum og þjálfurum fyrstu deildar á fotbolti.net. Leiknir misstu nokkra sterka leikmenn fyrir tímabilið eins og Jakob Spangsberg sem var þeirra aðalmaraskorari, hann hélt til Víkings. Svo fór fyrirliðinn þeirra Vigfús Arnar Jósepsson til Fjölnis og miðvörðurinn Einar Pétursson til Fylkis en síða fengu þeir til að mynda Gunnar Einarsson frá Val sem verður spilandi aðstoðarþjálfari og Kristján Pál Jónsson svo eitthvað sé nefnt. Annars er leikmannahópur Leiknis mjög ungur. Til að mynda hefur tvítugur markmaður að nafni Eyjólfur Tómasson nú þegar orðið aðalmarkvörður liðsins og var einn af bestu leikmönnum Leiknis á undirbúningstímabilinu. Helsti markaskorari Leiknis er aðeins 19 ára og heitir Ólafur Hrannar Kristjánsson.

Leiknisliðið hefur verið í fallbaráttu síðustu ár en eru oft á köflum óútreiknanlegir. Í fyrstu umferð töpuðu þeir gegn Haukum í Egilshöllinni 2-0 en leikurinn var færður vegna þess að völlurinn var ekki orðinn tilbúinn og einnig var veðrið afar leiðinlegt. Síðan í annari umferð fóru Leiknismenn til Akraness og náðu stigi af ÍA en voru þó óheppnir að hirða þau ekki öll þar sem jöfnunarmark ÍA kom seint í leiknum.

Sigursteinn Gíslason er þjálfari Leiknis en hann er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá KR og Víkingi en hefur ákveðið að reyna fyrir sér sem aðalþjálfari Leiknis. Á sínum fótboltaárum vann Sigursteinn alls níu íslandsmeistaratitla með KR.
Leiknir eru í áttunda til tíiunda sæti í deildinni með eitt stig.

Lykilmenn: Steinarr Guðmundsson, Halldór Kristinn Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson.

KA:
KA hafa byrjað þetta tímabil vel með einu jaftefli og einum sigri. Jafnteflið kom gegn Selfoss í fyrsta leiknum en svo í annari umferð unnu KA menn granna sína í Þór 2-0 eins og flestir ættu að vita þar sem Andri Fannar og Norbert skoruðu flott mörk. Nú er það að vona að KA menn haldi áfram og komi grimmir til leiks gegn Leikni.

Akkilesarhæll KA í gegnum árin hafa kannski verið útileikirnir, þeir mættu fara betur svo það er mikilvægt að KA menn nái að landa þrem stigum á morgun. Guðmundur Óli verður löglegur eftir að hafa verið í banni í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið með Völsungi í lokaleik síðasta tímabils.
KA-mönnum hefur vegnað nokkuð vel gegni Leikni á síðustu árum og vonandi verður framhald á því á morgun.
KA-menn eru í þriðja til fimmta sæti sem stendur með 4 stig.Leiknir R - KA, Leiknisvöllur - 16:00 á fimmtudaginn.

Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þorleifsson & Helgi Kristinsson

Aðrir leikir í 3 umferð 1.deildar:
Fjarðabyggð-ÍA
Þór-ÍR
Afturelding-Haukar
HK-Víkingur Ó.
Selfoss-Víkingur R.

- Aksentije Milisic

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is