Leiktíðin 2022-2023

Þjálfari meistaraflokks karla var Miguel Mateo Castrillo og honum til aðstoðar Gígja Guðnadóttir. Liðið lék í Úrvalsdeild karla og hafnaði í 3. sæti deildarinnar en varð að lokum Íslandsmeistari eftir að sigra Hamar frá Hveragerði 3-1 í úrslitaeinvígi. Liðið fór í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni en tapaði þar fyrir Vestra.

Kvennalið KA lék sömuleiðis í Úrvalsdeild og var þjálfari liðsins líkt og tímabilið á undan Miguel Mateo Castrillo. Er skemmst frá því að segja að KA liðið vann alla titla tímabilsins, Meistarar meistaranna, Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og loks Íslandsmeistarar eftir hörkueinvígi gegn liði Aftureldingar.

Helena Kristín Gunnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo voru valin bestu leikmenn tímabilsins af BLÍ og voru vel að þeim heiðri komin. Smelltu á myndina til að sjá meira um val og útnefningar BLÍ á bestu leikmönnum tímabilsins.

Á lokahófi blakdeildar KA voru Jóna Margrét Arnarsdóttir og Mateusz Jeleniewski valin bestu leikmenn KA liðanna. Jóna sem spilar sem uppspilari var algjörlega frábær í vetur og Mateusz kom inn í karlaliðið í stöðu frelsingja. Smelltu á myndina til að sjá meira um útnefningar á lokahófinu.

Hér má sjá sigurmyndband er stelpurnar tryggðu sér sigur í Kjörísbikarnum en myndefnið er fengið hjá RÚV og Ágúst Stefánsson klippti efnið saman.

Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu ásamt lokastöðu deildarkeppnanna.

Blómlegt starf var hjá yngri flokkum blakdeildar.
Strákarnir í U-16 tefldu fram liði með Völsungum og urðu bæði Bikar- og Íslandsmeistarar. Í U-16 ára flokki kvenna nældu stelpurnar í silfurverðlaun á Íslandsmótinu. Smelltu hér til að sjá nánar um U-16 ára liðin

Stelpurnar í U-14 töpuðu ekki leik í allan vetur og urðu því verðskuldaðir Íslandsmeistarar. Þá fengu bæði stelpurnar og strákarnir í U12 silfur eftir frábæran vetur. Smelltu hér til að sjá nánar um U-14 og U12 ára liðin.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is