Arnór Ísak framlengir um tvö ár

Handbolti

Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Arnór sem er 21 árs gamall leikstjórnandi er uppalinn hjá KA og má með sanni segja að hann lifi fyrir KA.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og lék í vetur sinn 100. leik fyrir félagið en alls eru leikirnir nú orðnir 105 talsins. Þá hefur hann einnig leikið ófáa leiki fyrir ungmennalið KA sem leikur í næstefstu deild.

Þá hefur Arnór einnig leikið fjölmarga landsleiki fyrir yngrilandslið Íslands þar sem hann hefur keppt bæði á EM og HM. Handknattleiksdeild KA hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt og stöðugt efstudeildarlið á ungum KA mönnum og verður áfram gaman að fylgjast með okkar flotta liði með Arnór Ísak í fararbroddi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband