KA og Ţór skildu jöfn

Fótbolti

Hér má sjá umfjöllun Knattspyrundómarafélags Norđurlands:

Ţór    1 – 0    KA
1-0   66’   Ármann Pétur Ćvarsson (Víti)
1-1   80’   Frosti Brynjólfsson

Ţór og KA áttust viđ í stórleik dagsins í Kjarnafćđimótinu í dag. Fyrri hluta fyrri hálfleiks ţreifuđu liđin fyrir sér, KA-menn voru meira međ boltann en hvorugt liđiđ skapađi sér marktćkifćri. Til tíđinda dró á 27. mínútu ţegar varnarmađur Ţórs handlék knöttinn innan eigin vítateigs og Ţóroddur Hjaltalín Jr. dómari leiksins dćmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Vítaspyrna Elfars Árna Ađalsteinssonar var alveg útviđ stöng, en Aron Birkir Stefánsson í marki Ţórs gerđi sér lítiđ fyrir og varđi spyrnuna. Lítiđ var um marktćkifćri í fyrri hálfleiknum og stađan í hálfleik markalaus.

 

KA-menn byrjuđu síđari hálfleikinn af krafti og sköpuđu sér hćttulegt marktćkifćri á 47. mínútu ţegar Elfar Árni skallađi boltann yfir af markteig eftir fyrirgjöf. Litlu munađi ađ Bjarki Ţór Viđarsson kćmi Ţórsurum yfir á 60. mínútu ţegar hann fékk dauđafćri innan vítateigs KA, en Aron Dagur Birnuson markvörđur KA sá viđ honum. Á 65. mínútu gerđust KA-menn brotlegir innan vítateigs og vítaspyrna ţví dćmd. Ármann Pétur Ćvarsson steig á punktinn og skorađi af öryggi, 1-0 fyrir Ţór. Ţegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áttu KA-menn góđa sókn sem endađi međ fyrirgjöf ţar sem Frosti Brynjólfsson var réttur mađur á réttum stađ, og skallađi boltann í netiđ. Stađan ţví orđin 1-1. KA-menn fengu tvö kjörin tćkifćri til ađ skora sigurmark undir lok leiksins. Fyrst slapp Frosti Brynjólfsson einn innfyrir vörn Ţórs en Aron Birkir varđi frá honum. Uppúr ţeirri sókn fékk KA hornspyrnu og skölluđu fyrirgjöfina í ţverslá Ţórsara. Liđin sćttust ţví á skiptan hlut, 1-1. Liđin eru jöfn ađ stigum á toppi riđils 1 međ 10 stig hvort, en KA-menn hafa betra markahlutfall. Ţađ er ţví ljóst ađ úrslit mótsins ráđast í síđustu umferđinni um nćstu helgi.

Tölfrćđi (Ţór-KA)

Brot    16-15
Skot    7-15
Á mark    2-5
Hornspyrnur    2-9
Rangstađa    0-2


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband