Sigur á Mílunni og KA áfram í bikarnum

Handbolti
Sigur á Mílunni og KA áfram í bikarnum
Dagur Gautason lék á alls oddi og skorađi sjö mörk

KA menn mćttu á Selfoss til ađ spila viđ Míluna í Coca Cola bikar karla. Tvćr breytingar voru á liđinu frá síđasta leik, skyttan Áki Egilsnes er staddur í Fćreyjum en í hans stađ kom gamla kempan Einar Logi Friđjónsson inn í hópinn. Ţá var Hreinn Ţór Hauksson ekki međ en í skarđiđ hljóp kornungur leikmađur, Einar Birgir Stefánsson.

Mílumenn skoruđu fyrsta mark leiksins en KA svarađi međ nćstu ţrem mörkum. Mílan jafnađi í 3-3 en ţá tóku KA menn aftur góđan kipp og náđu fimm marka forskoti, 4-9.  Sá munur hélst ađ mestu fram ađ hálfleik ţar sem KA leiddi međ fjórum mörkum, 8-12.

Jón Heiđar Sigurđsson fór á kostum í fyrri hálfleiknum og skorađi fimm mörk en Mílumenn réđu ekkert viđ Jón Heiđar. Dagur Gautason skorađi ţrjú mörk í fyrri hálfleiknum og Jovan Kukobat traustur í markinu.

KA hóf seinni hálfleikinn af krafti og von bráđar var forysta ţeirra orđin sex mörk, 11-17 og sigurinn blasti viđ KA liđinu. En káliđ var ekki sopiđ og gerđust menn heldur vćrukćrir í framhaldinu auk ţess sem Mílumenn gripu til ţess ráđs ađ leika allar sóknir međ aukamann. Ţetta herbragđ ţeirra virtist koma KA liđinu í opna skjöldu og hćgt og bítandi unnu Mílumenn upp forskotiđ. Munurinn var kominn niđur í eitt mark, 19-20 áđur en KA liđiđ reif sig upp á nýjan leik og gerđi út um leikinn međ góđum lokakafla. Góđur fjögurra marka sigur stađreynd, 21-25 og liđiđ komiđ í 16 liđa úrslit bikarkeppninnar.

Dagur Gautason og Sigţór Gunnar Jónsson voru drýgstir í markaskoruninni, hvor um sig međ fjögur mörk í hálfleiknum.

Mörk KA: Dagur Gautason 7, Jón Heiđar Sigurđsson 5, Sigţór Gunnar Jónsson 4, Andri Snćr Stefánsson 3 (1 úr víti), Kristján Helgi Garđarsson 2, Dađi Jónsson 1, Elfar Halldórsson 1, Jovan Kukobat 1 og Heimir Örn Árnason 1 (úr víti).
Jovan Kukobat átti góđan leik í markinu, 16 varin skot og Svavar Ingi Sigmarsson kom inná í blálokin og varđi eina skotiđ sem hann fékk á sig.

Hjá Mílunni var Páll Dagur Bergsson markahćstur međ fimm mörk og Sigurđur Már Guđmundsson 4.

Nćsta verkefni KA liđsins er útileikur gegn Hvíta Riddaranum úr Mosfellsbć og er sá leikur á dagskrá klukkan 19:30 á föstudaginn og fer fram í Íţróttamiđstöđinni Varmá í Mosfellsbć.

Leikurinn gegn Mílunni var í beinni útsendingu hjá Selfoss TV og fćrum viđ ţeim bestu ţakkir fyrir framtakiđ. Eitthvađ voru lýsendur ekki alveg međ nöfn allra leikmanna KA á hreinu, ţannig hrósuđu ţeir ítrekađ leikmanninum Gauta mikiđ fyrir gott framlag til liđsins. Ţar var ađ sjálfsögđu átt viđ Dag Gautason enda var fađir hans, Gauti Einarsson hvergi nálćgur.

Hćgt er ađ horfa á útsendinguna frá leiknum međ ţví ađ smella hér.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband