KA - Fotex Veszprém 32-31, 9. feb 1997

-

32-31 (17-15)

Hádramatískur sigur KA á risanum

Erfitt verkefni þó framundan í Ungverjalandi

KA var komið alla leið í 8-liða úrslit Evrópukeppni Bikarhafa og ansi sterkir andstæðingar í pottinum. Og erfiða andstæðinga fékk liðið svo sannarlega, því Ungverska stórveldið Veszprém kom uppúr hattinum. Veszprém sem er margfaldur Ungverskur meistari vann keppnina 1992 og lék til úrslita árið 1993.


KA vann sögufrægan sigur á Veszprém í KA-Heimilinu

Fyrri leikur liðanna fór fram í KA-Heimilinu þann 9. febrúar 1997 fyrir framan gríðarlegan fjölda stuðningsmanna KA. Leikur liðanna var fjörlegur, hraður og bauð upp á markaveislu. Gestirnir byrjuðu betur en strákarnir svöruðu fyrir sig og leiddu 17-15 er liðin gengu til búningsherbergja sinna.

Áfram var sóknarleikurinn í aðalhlutverki á kostnað varnar og markvörslu. Allt útlit var fyrir að Veszprém hefði tryggt sér jafntefli þegar liðið jafnaði í 31-31 á lokaandartökunum en Róbert Julian Duranona skoraði beint úr aukakasti er leiktíminn var liðinn og tryggði KA ævintýralegan 32-31 sigur á stórveldinu.

Að leik loknum bar þó á töluverðri óánægju hjá KA-mönnum enda útlit fyrir ansi erfiðan leik í Ungverjalandi. Enda kom það á daginn að síðari leikurinn tapaðist og féll KA liðið þar með úr leik. En það er ljóst að menn áttuðu sig líklega ekki almennilega á afrekinu að leggja risann að velli strax að leik loknum.

Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson og Heiðmar Felixson úti.

Mörk KA: Róbert Julian Duranona 14 (7), Björgvin Þór Björgvinsson 5, Sergei Ziza 4, Leó Örn Þorleifsson 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Heiðmar Felixson 2 og Jakob Jónsson 1.

Umfjöllun Morgunblaðsins

Meistarabikarinn til KA-manna

Umfjöllun DV

Umfjöllun Dags Tímans

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is