Atvik leikja KA

KA vikan er vikulegur þáttur hér í KA-TV þar sem fjallað er um það sem er í gangi hjá félaginu hverju sinni. Farið er yfir síðasta leik KA og Þór/KA, spáð er í næsta leik, farið er yfir málin í yngri flokkunum, gömul KA kempa kíkir í Árnastofu og svo er farið á æfingu hjá yngri flokk hjá félaginu.


21. maí 2016: KA - Huginn 2-1

KA tók á móti Huginn í 3. umferð Inkasso deildarinnar í knattspyrnu á KA-vellinum þann 21. maí 2016. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Elfar Árni Aðalsteinsson KA yfir með marki á 49. mínútu og Juraj Grizelj tvöfaldaði forystuna með marki tuttugu mínútum síðar. Friðjón Gunnlaugsson minnkaði muninn undir lokin en nær komust gestirnir ekki og KA vann 2-1.


14. maí 2016: Haukar - KA 4-1

Haukar tóku á móti KA á Ásvöllum þann 14. maí 2016 í annarri umferð Inkasso deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Arnar Aðalgeirsson heimamönnum yfir á 63. mínútu og áfram héldu Haukar að skora en Elton Renato Livramento Barros skoraði úr víti á 65. mínútu og Haukur Ásberg Hilmarsson kom liðinu í 3-0 á 70. mínútu. Juraj Grizelj lagaði stöðuna fyrir KA á 75. mínútu en Arnar Aðalgeirsson var ekki lengi að svara fyrir það mark og lokatölur 4-1.


10. maí 2016: KA - Tindastóll 2-1

KA tók á móti Tindastól í Borgunarbikar karla á KA-velli þann 10. maí 2016. Gestirnir frá Sauðárkrók komust yfir á 64. mínútu með marki frá Ragnari Þóri Gunnarssyni en Orri Gústafsson jafnaði strax metin fyrir KA eftir stoðsendingu frá Baldvin Ólafssyni.

Staðan var enn jöfn 1-1 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja og þar gerði Almarr Ormarsson sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar eftir stoðsendingu frá Ívari Erni Árnasyni og KA því komið í 32-liða úrslit keppninnar


7. maí 2016: KA - Fram 3-0

Mörkin úr leik KA og Fram í fyrstu umferð Inkasso deildarinnar sem fram fór á KA-velli þann 7. maí 2016. KA sigraði 3-0 en mörk liðsins gerðu þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Aleksandar Trninic og Almarr Ormarsson.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is