Fréttir

18.06.2025

Morten Boe Linder í raðir KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur er Norðmaðurinn Morten Boe Linder skrifaði undir tveggja ára samning við félagið
18.06.2025

Bergrós Ásta með tvo sigra í Færeyjum með U19

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður KA/Þórs var í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í handbolta á dögunum sem lék tvo æfingaleiki við Færeyinga en leikið var í Færeyjum
18.06.2025

Veglegur styrkur kvennakvölds Þórs og KA

Ár hvert fer fram glæsilegt kvennakvöld Þórs og KA og afhenti kvennakvöldsnefndin kvennaliðum félaganna veglega styrki á mánudaginn í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum. Hver deild fékk í ár styrk að upphæð 1,5 milljónir sem kemur sér ansi vel í rekstri liðanna okkar
18.06.2025

KA mætir Silkeborg í evrópukeppninni

Dregið var í aðra umferð Sambandsdeildar UEFA í hádeginu og voru Bikarmeistarar KA í pottinum en KA slapp við að leika í fyrstu umferð vegna Bikarmeistaratitilsins og góðs gengis íslenskra liða í Evrópu undanfarin ár
17.06.2025

Evrópuleikur KA verður á Akureyri í lok júlí

Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð
17.06.2025

Jóna Margrét snýr aftur heim!

Blakdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Jóna Margrét Arnarsdóttir er mætt aftur heim eftir að hafa leikið tvö undanfarin tímabil með liði Sant Joan d'Alacant á Spáni
16.06.2025

Danni Matt snýr aftur heim!

Handknattleiksliði KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í vetur er Daníel Matthíasson skrifaði undir hjá félaginu. Danni sem er þrítugur varnarjaxl og öflugur línumaður er uppalinn hjá KA snýr nú aftur heim eftir farsæla veru hjá FH
13.06.2025

Mateo stýrir Íslandsmeistaraliðum KA áfram

Miguel Mateo Castrillo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við blakdeild KA og stýrir því áfram karla- og kvennaliðum í blaki KA auk þess að leika áfram með karlaliðinu

Æfingatöflur

KOMDU Á ÆFINGU!

KA býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir hressa krakka í fótbolta, handbolta, blaki, júdó, lyftingum og fimleikum. Það er alltaf í boði að koma og prófa og hvetjum við ykkur eindregið til að prófa sem flestar greinar hjá KA.

Æfingatíma má finna á undirsíðu hverrar deildar fyrir sig. Ef einhverjar spurning eru þá er hægt að hafa samband við yfirþjálfara hjá hverri deild fyrir sig. Hlökkum til að sjá ykkur!