Alex Íslandsmeistari í kraftlyftingum með búnaði

Lyftingar

Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði. 

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt með sérstökum búnaði eða án búnaðar auk þess sem keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er loks sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum.

Alex hefur verið einn öflugasti kraftlyftingamaður landsins undanfarin ár og verið að ná góðum árangri á sterkum mótum víðsvegar um Evrópu. Eins og áður segir kom hann sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu um helgina en hann lyfti samtals 812,5 kg!

Mótið hjá Alex
Hnébeygja: 320 kg
Bekkpressa: 207,5 kg
Réttstaða: 285 kg
Samtals: 812,5 kg

Alex, sem keppti í -93kg flokki, en ekki nóg með að vinna sinn flokk þá vann hann einnig samanlögðu keppnina. Alex undirbýr sig nú fyrir EM í Lúxemborg og verður gaman að fylgjast með okkar manni þar. Við óskum honum innilega til hamingju með glæsilegan árangur sem og góðs gengis á EM!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is