Um lyftingadeild

Viktor og Þorsteinn lokið keppni í Króatíu

KA átti þrjá fulltrúa á Evr­ópu­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um í Velika Gorija í Króa­tíu sem lauk í vikunni. Áður sögðum við frá árangri Drífu Ríkharðsdóttur en næstir á sjónarsviðið voru þeir Viktor Samúelsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.
Lesa meira

Fyrsta Evrópumót Drífu

Áfram berast fréttir frá Lyftingadeild KA en Drífa Ríkharðsdóttir keppti á sínu fyrsta Evrópumóti í vikunni en Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–17. mars í Velika Gorija í Króatíu. Alls eru 214 keppendum á mótinu frá 29 löndum.
Lesa meira

Alex Íslandsmeistari í kraftlyftingum með búnaði

Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði
Lesa meira

Drífa bætti eigið Íslandsmet

Drífa Ríkharðsdóttir úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands á Reykjavík International Games um helgina. Drífa átti mjög gott mót og setti íslandsmet í hnébeygju í 57kg flokki þegar hún lyfti 135 kg. Drífa lyfti 80kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu og bætti þar eigið íslandsmet um 10kg. Hún sló því sitt eigið íslandsmet í samanlögðu með 387.5kg sem skilaði henni í annað sæti á mótinu. Með árangrinum náði hún lágmörkum fyrir HM í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram í Litháen 15-23. júní í sumar. Við óskum Drífu innilega til hamingju með árangurinn!
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2023

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu allar aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2023

Fimm konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni fyrir sig og hefur mikil ánægja ríkt með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
Lesa meira

Alex í 10 sæti á HM í kraftlyftingum

Alex Cambray Orrason, kraftlyftingamaður úr KA, hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fór í Litháen. Okkar maður lyfti samanlagt 810kg og endaði Alex í 10. sæti í sínum flokki, sem er -93kg.
Lesa meira

Alex Cambray keppir á HM í dag

Alex Cambray Orrason keppir á HM í kraftlyftingum með útbúnað í dag en mótið fer fram í Druskininkai í Litháen. Alex sem keppir fyrir lyftingadeild KA hefur verið einn allra öflugast kraftlyftingamaður landsins undanfarin ár og keppir nú á sínu öðru heimsmeistaramóti
Lesa meira

Sumarmót LSÍ og KA á laugardaginn

Sumarmót Lyftingasambands Íslands og Lyftingadeildar KA fer fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, og hefst mótið klukkan 10:00. Alls keppa 14 konur og 9 karlar á mótinu og má reikna með mikilli spennu og skemmtun en nokkrir keppendur stefna á að bæta íslandsmet
Lesa meira

Alex Cambray keppir á EM í dag kl. 13:00

EM í kraftlyftingum í búnaði er í fullum gangi og keppir okkar maður, Alex Cambray Orrason, klukkan 13:00 í dag. Mótið fer fram í Thisted í Danmörku og verður spennandi að fylgjast með Alex en hann keppir í 93 kg flokki
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is