Andlát

Almennt

Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi KA er látinn 93 ára að aldri. Haraldur, eða Lalli eins og við kölluðum hann, var gegnheill KA maður frá því hann gekk í félagið árið 1938 til hinsta dags.

Haraldur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, m.a. var hann í stjórn frjálsíþróttadeildar KA og óþreytandi að vinna að framgangi frjálsra íþrótta á Akureyri um áratuga skeið. Hann var ritari aðalstjórnar KA frá 1958 til 1962 og síðast en ekki síst var hann formaður KA árunum 1976 til 1979. Auk þessa vann hann m.a. að ritun, ritstjórn og útgáfu Sögu Knattspyrnufélags Akureyrar, bæði bindin.

Haraldur var gerður að heiðursfélaga KA árið 1985.

Lalli fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í félaginu og hafði mikinn áhuga á framgangi þess. Fróðleikur hans um félagið var með eindæmum. KA á þessum mæta manni mikið að þakka.

Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ekkju Haraldar, Elísabetu Kemp Guðmundsdóttur, og aðstandendum sínar dýpstu samúðarkveðjur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is