Vilt þú læra júdó?

Vilt þú læra júdó eða rifja upp gamla takta? Það er aldrei of seint að láta gamla drauma rætast. Júdó er fyrir alla óháð aldri.

KA er að fara af stað með byrjendatíma í júdó fyrir 16 ára og eldri. Æfingarnar hefjast þriðjudaginn 14. febrúar.

Tímarnir verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18:40-19:40 fram í miðjan maí. Í tímunum verður farið yfir grunnatriði í júdó með það að markmiði að ná tökum á tækni og komast í gott form. 

Verð fyrir tímabilið er 20.000 kr. en ef fleiri í fjölskyldunni æfa eða ætla að byrja erum við með fjölskylduafslátt. Byrjendaæfingarnar eru því fullkomnar fyrir hjón eða pör sem vilja æfa einhverja íþrótt saman.

Júdó er frábær íþrótt, góð sjálfsefling og vörn. Æfingar fara fram í sal júdódeildar í KA heimilinu.

Nánari upplýsingar hægt að hafa samband við okkur í messenger á Facebook. Einnig er hægt að tala við Gunnar Örn þjálfara (897-3276). Annars er nóg að mæta bara á æfingatíma.  

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is