Callum Williams áfram hjá KA

Fótbolti

KA og Callum Williams hafa komist að samkomulagi um að Bretinn stóri og stæðilegi leiki áfram með KA næstu tvö árin. Þetta eru góðar fréttir enda hefur Callum leikið stórt hlutverk með KA undanfarin þrjú ár.

Callum gekk til liðs við KA árið 2015 og spilaði með þeim í Inkassodeildinni í tvö sumur. Hann lék einnig með liðinu í sumar í Pepsi-deildinni og stóð vaktina í vörninni, þeirri vörn sem hélt næst oftast hreinu í sumar.

Callum er breskur, örvfættur miðvörður og getur einnig leikið sem bakvörður. Callum er 26 ára gamall og hefur leikið 59 leiki fyrir KA. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is