Viðburður

Fótbolti - 17:15

KA tekur á móti Grindavík á Skírdag í Boganum

KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum kl. 17:15 á Skírdag.

KA sigraði sinn riðil og mætti Selfoss í 8-liða úrslitum á mánudaginn var í Boganum og sigraði 4-1. Grindavík sigraði ÍA í 8-liða úrslitum og leiða því þessi tvö lið, KA og Grindavík, hesta sína saman í undanúrslitum.

Liðin eru bæði nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar og mættust síðast í tveimur æfingaleikjum úti á Spáni fyrir viku síðan. KA sigraði annan leikinn 4-1 og hinn fór 2-2. 

Líklegt er að Emil Lyng spili með KA í leiknum.

Það kostar 1000kr á völlinn á fimmtudaginn - og leikurinn verður sýndur á KATV fyrir þá sem eiga ekki heimagengt. KA.is hvetur alla til þess að koma á völlinn á morgun, fimmtudag, enda stutt í mót hjá liðinu og síðustu forvöð að sjá liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni. 

 

KA tekur á móti Grindavík á Skírdag í Boganum
Emil verður með KA-liðinu á fimmtudag

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is