Aðalfundir deilda KA á næsta leiti

Aðalfundir deilda KA eru á næsta leiti og hvetjum við félagsmenn til að sækja fundina. Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 12. febrúar og er nú komið að öðrum deildum félagsins.
Lesa meira

Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó

Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2023

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu allar aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2023

Fimm konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni fyrir sig og hefur mikil ánægja ríkt með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins
Lesa meira

Líf og fjör á Norðurlandsmóti í júdó

Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA. Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára. Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi: 1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA), 2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA), 3. Sigtryggur Kjartansson (KA). Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi: 1. Jón Ari Skúlason (KA), 2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA) 3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli). Í unglingaflokki í -73kg.: 1. Birkir Bergsveinsson (KA). 2. Þröstur Einarsson (Pardus) 3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll). Í fullorðins flokki í +100 kg.: 1. Björn Grétar Baldursson (KA). 2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA) 3. Breki Mikael Adamsson (KA).
Lesa meira

Birgir Arngríms með silfur - Ingólfur meiddist á öxl

Birgir Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og landaði 2. sæti í judo á vormóti seniora um síðustu helgi. KA átti tvo keppendur, þá Birgi Arngrímsson og Ingólf Þór Hannesson. Báðir kepptu í -90 kg. flokki. Birgir sigraði allar sínar glímur á ippon nema á móti öflugum Grikkja sem sigraði flokkinn. Ingólfur Hannesson varð fyrir því óláni að meiðast á öxl í fyrstu glímu og gat því ekki tekið meira þátt í mótinu.
Lesa meira

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.
Lesa meira

Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.

Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina. Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.
Lesa meira

Böggubikarinn, þjálfari og lið ársins

Á 95 ára afmælisfögnuði KA um helgina var Böggubikarinn afhentur í níunda sinn auk þess sem þjálfari ársins og lið ársins voru valin í þriðja skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sex iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, átta til þjálfara ársins og sex lið tilnefnd sem lið ársins
Lesa meira

Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA 2022

KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is