Handboltaleikjaskólinn fer af stað á sunnudaginn!

Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2019 til 2022 fer af stað sunnudaginn 29. september næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.
Lesa meira

Handboltaakademía fyrir öfluga krakka

KA og KA/Þór standa fyrir handboltaakademíu fyrir öfluga stráka og stelpur en þar verður einstaklingsmiðuð handknattleiksþjálfun, fyrirlestrar og fræðsla um allt sem kemur að þjálfun og öðrum þáttum sem eru mikilvægir fyrir íþróttafólk
Lesa meira

Markmannsæfingar handboltans á þriðjudögum

Handknattleiksdeild KA verður með sérstakar markmannsæfingar fyrir metnaðarfulla stráka og stelpur á þriðjudögum í vetur. Svavar Ingi Sigmundsson yfirþjálfari deildarinnar mun sjá um æfingarnar sem verða klukkan 6:20 á þriðjudagsmorgnum
Lesa meira

Lydía framlengir við KA/Þór

Lydía Gunnþórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og verður hún því áfram í eldlínunni með okkar öfluga liði í Grill66 deildinni í vetur. Lydía er einn efnilegasti leikmaður landsins og var meðal annars í lykilhlutverki með U18 ára landsliði Íslands á HM sem fór fram í Kína í sumar
Lesa meira

Styrktarmót handboltans er á laugardaginn!

Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 7. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Mótið hefur verið gríðarlega vel sótt undanfarin ár og ljóst að þú vilt ekki missa af einu skemmtilegasta golfmóti landsins
Lesa meira

Kynningarkvöld á miðvikudaginn - Ársmiðasala hafin

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verða KA og KA/Þór með stórskemmtilegt kynningarkvöld í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 19:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins
Lesa meira

Æfingatafla handknattleiksdeildar 2024-2025

Handboltinn er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu og prófa þessa stórskemmtilegu þjóðaríþrótt íslendinga
Lesa meira

Svavar Ingi nýr yfirþjálfari handboltans

Svavar Ingi Sigmundsson er snúinn aftur heim í KA og hefur tekið við starfi yfirþjálfara handknattleiksdeildar. Þetta eru spennandi breytingar en Svavar eða Svabbi eins og hann er iðulega kallaður er gríðarlega metnaðarfullur og kemur inn með ferska strauma inn í starf félagsins
Lesa meira

Dagur í úrvalsliði EM - Ísland í 4. sæti

Dagur Árni Heimisson var í dag valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Dagur fór á kostum með íslenska liðinu sem endaði í 4. sæti mótsins en strákarnir voru sorglega nálægt því að tryggja brons í lokaleik mótsins
Lesa meira

Dagur, Jens og Maggi í undanúrslitum EM

Íslenska landsliðið í handbolta karla skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í undanúrslit Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Podgorica í Svartfjallalandi. KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is