Almennt - 12:10

Föstudagsframsagan | Halldór Stefán og grísasnitzel í raspi

Í hádeginu á föstudaginn, 1. desember, verður fyrsta af mörgum föstudagsframsögum í vetur í KA-heimilinu. Á stokk mun stíga Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari meistaraflokks KA í handbolta, þar sem hann mun kynna sig og starf sitt með KA-liðið það sem af er vetri. Í matinn verður Grísastnitzel í raspi, kartöflur, sósa og meðlæti. Eitthvað sem allir elska! Verði verður stillt í algjört hóf en það kostar 1990kr með drykk!
Lesa meira

Líf og fjör á Norðurlandsmóti í júdó

Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA. Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára. Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi: 1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA), 2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA), 3. Sigtryggur Kjartansson (KA). Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi: 1. Jón Ari Skúlason (KA), 2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA) 3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli). Í unglingaflokki í -73kg.: 1. Birkir Bergsveinsson (KA). 2. Þröstur Einarsson (Pardus) 3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll). Í fullorðins flokki í +100 kg.: 1. Björn Grétar Baldursson (KA). 2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA) 3. Breki Mikael Adamsson (KA).
Lesa meira

Sjálfboðaliðadagurinn - FYRIR VÖFFLURNAR!

KA er gríðarlega heppið með sjálfboðaliða. Þeir eru til í tugatali og vinna gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir félagið í tíma og ótíma. Góður sjálfboðaliði fær aldrei nægilegt hrós en íþróttafélög treysta mikið á sjálfboðaliða. KA býður öllum sínum sjálfboðaliðum, stjórnarfólki og öðrum velunnurum í VÖFFLUKAFFI á fimmtudaginn, 23. nóvember. Endilega lítið við í KA-heimilið, fáið ykkur vöfflu sem starfsfólk félagsins ætlar að steikja og takið spjallið við þjálfara félagsins.
Lesa meira

Félagsfundur í KA-Heimilinu 30. nóvember

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember klukkan 19:30 í félagsheimili KA-Heimilisins
Lesa meira

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
Lesa meira

Stórafmæli í október

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
Lesa meira

Stórkostleg dagskrá á KA-svæðinu næstu daga | Handbolti og fótbolti í forgrunni | Olís og Besta

Það er lífstíll að vera KA-maður segja þeir. Það er nóg um að vera hjá okkar glæsilega félagi næstu daga og þá er dagskráin á KA-svæðinu algjörlega til fyrirmyndar! Smelltu á fréttina til að skoða dagskránna
Lesa meira

Stórafmæli í september

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
Lesa meira

Helgi Rúnar Bragason er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Helgi Rúnar var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta
Lesa meira

Stórafmæli í ágúst

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is